Hjálmar starfa með Erlend Øye Freyr Bjarnason skrifar 2. maí 2013 09:00 Hjálmar og Erlend Øye í Hljóðrita í Hafnarfirði. Óvíst er hvenær platan kemur út. fréttablaðið/valli Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira