Langflestir hafa séð Ófeig í bíó Freyr Bjarnason skrifar 7. maí 2013 08:00 Ófeigur gengur aftur er vinsælasta íslenska myndin á þessu ári. Um sextán þúsund miðar hafa samanlagt selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið frumsýndar á þessu ári, eða XL, Þetta reddast, Ófeigur gengur aftur og Falskur fugl. Langflestir hafa séð Ófeigur gengur aftur, eða hátt í 9.500 manns. Grínmyndin, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði með Ladda í hlutverki draugsins Ófeigs, var frumsýnd 27. mars og er enn í sýningum. Tekjur hennar nema hátt í þrettán milljónum króna. Í öðru sæti er XL í leikstjórn Marteins Þórssonar með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki með tæplega 3.000 selda miða. Hún var frumsýnd 18. janúar og er ekki lengur í bíó. Þriðja vinsælasta myndin er Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars Jónssonar. Samkvæmt tölum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa rúmlega 2.000 manns borgað sig inn á myndina síðan hún var frumsýnd 19. apríl en hún er enn í sýningum. Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar rekur svo lestina með tæplega 1.800 manns. Hún var frumsýnd 1. mars og er sýningum á henni hætt. Þessar aðsóknartölur eru langt fyrir neðan tvær vinsælustu íslensku myndir síðasta árs, Svartur á leik og Djúpið. Rúmlega 60 þúsund manns sáu þá fyrrnefndu og tæplega fimmtíu þúsund þá síðarnefndu. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um sextán þúsund miðar hafa samanlagt selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið frumsýndar á þessu ári, eða XL, Þetta reddast, Ófeigur gengur aftur og Falskur fugl. Langflestir hafa séð Ófeigur gengur aftur, eða hátt í 9.500 manns. Grínmyndin, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði með Ladda í hlutverki draugsins Ófeigs, var frumsýnd 27. mars og er enn í sýningum. Tekjur hennar nema hátt í þrettán milljónum króna. Í öðru sæti er XL í leikstjórn Marteins Þórssonar með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki með tæplega 3.000 selda miða. Hún var frumsýnd 18. janúar og er ekki lengur í bíó. Þriðja vinsælasta myndin er Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars Jónssonar. Samkvæmt tölum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa rúmlega 2.000 manns borgað sig inn á myndina síðan hún var frumsýnd 19. apríl en hún er enn í sýningum. Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar rekur svo lestina með tæplega 1.800 manns. Hún var frumsýnd 1. mars og er sýningum á henni hætt. Þessar aðsóknartölur eru langt fyrir neðan tvær vinsælustu íslensku myndir síðasta árs, Svartur á leik og Djúpið. Rúmlega 60 þúsund manns sáu þá fyrrnefndu og tæplega fimmtíu þúsund þá síðarnefndu.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira