Sigurtextinn fluttur 8. maí 2013 08:00 Textinn við lagið Nakin nótt verður frumfluttur í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Hljómsveitin Mosi frændi ætlar að frumflytja sigurtextann sem einn af hlustendum Popplands á Rás 2 samdi við lag hennar Nakin nótt, á tónleikum á Gamla Gauknum í kvöld. Þetta verða fyrstu opinberu tónleikar sveitarinnar í fjögur ár. Mosi frændi var stofnuð af sex nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1985. Þekktasta lag hennar er Katla kalda sem kom út 1988. Það samdi hún eftir að Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem þá var útvarpsmaður á Bylgjunnar, fékk hlustendur til að semja með sér texta sem átti að sameina allt það versta í íslenskri textagerð. Mosi frændi setti sig í samband við Þorstein og bauðst til að semja lag við textann. Í ár var ákveðið að endurtaka leikinn frá því í gamla daga og fá hlustendur Popplands til að senda inn sína útgáfu af texta við prufuupptöku af lagi Mosa frænda. Heiða Eiríksdóttir úr hljómsveitinni Hellvar lánaði sveitinni rödd sína til að laglínan kæmist til skila. Á meðal þeirra sem voru í dómnefnd til að velja besta textann voru Þorsteinn J., Ólafur Páll Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Auk Mosa frænda spila á tónleikunum í kvöld hljómsveitirnar Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðigur og Skelkur í bringu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Mosi frændi ætlar að frumflytja sigurtextann sem einn af hlustendum Popplands á Rás 2 samdi við lag hennar Nakin nótt, á tónleikum á Gamla Gauknum í kvöld. Þetta verða fyrstu opinberu tónleikar sveitarinnar í fjögur ár. Mosi frændi var stofnuð af sex nemendum í Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1985. Þekktasta lag hennar er Katla kalda sem kom út 1988. Það samdi hún eftir að Þorsteinn J. Vilhjálmsson, sem þá var útvarpsmaður á Bylgjunnar, fékk hlustendur til að semja með sér texta sem átti að sameina allt það versta í íslenskri textagerð. Mosi frændi setti sig í samband við Þorstein og bauðst til að semja lag við textann. Í ár var ákveðið að endurtaka leikinn frá því í gamla daga og fá hlustendur Popplands til að senda inn sína útgáfu af texta við prufuupptöku af lagi Mosa frænda. Heiða Eiríksdóttir úr hljómsveitinni Hellvar lánaði sveitinni rödd sína til að laglínan kæmist til skila. Á meðal þeirra sem voru í dómnefnd til að velja besta textann voru Þorsteinn J., Ólafur Páll Gunnarsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Auk Mosa frænda spila á tónleikunum í kvöld hljómsveitirnar Fræbblarnir, Hellvar, Saktmóðigur og Skelkur í bringu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.
Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira