Hrollvekjur og heimildarmyndir 9. maí 2013 08:00 Hryllingsmyndin Mama er á meðal þeirra kvikmynda sem frumsýndar verða um helgina. Myndin skartar Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain í aðalhlutverkum. Hrollvekjan Mama í leikstjórn Andrés Muschietti er á meðal þeirra kvikmynda sem verða frumsýndar um helgina. Myndin segir frá systrunum Victoriu og Lilly, sem hverfa daginn sem faðir þeirra myrti móður þeirra. Föðurbróðir stúlknanna og sambýliskona hans, sem leikin eru af Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain, leita að stúlkunum í fimm ár þar til þær finnast dag einn í niðurníddum kofa. Stúlkurnar eru mannfælnar og dýrslegar í hegðun í fyrstu en Lucas og Annabel eru staðráðin í að taka þær í fóstur. Fljótlega fara þó dularfullir og hræðilegir atburðir að gerast. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Harmony Korine, Spring Breakers, verður frumsýnd í Laugarásbíói á mánudag. Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Heimildarmyndirnar How to Survive a Plague og Mission to Lars verða frumsýndar í Bíói Paradís. Fyrrnefnda myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og fjallar um baráttu bandarískra grasrótarsamtaka við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geisaði meðal samkynhneigðra á níunda áratugnum. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hrollvekjan Mama í leikstjórn Andrés Muschietti er á meðal þeirra kvikmynda sem verða frumsýndar um helgina. Myndin segir frá systrunum Victoriu og Lilly, sem hverfa daginn sem faðir þeirra myrti móður þeirra. Föðurbróðir stúlknanna og sambýliskona hans, sem leikin eru af Nikolaj Coster-Waldau og Jessicu Chastain, leita að stúlkunum í fimm ár þar til þær finnast dag einn í niðurníddum kofa. Stúlkurnar eru mannfælnar og dýrslegar í hegðun í fyrstu en Lucas og Annabel eru staðráðin í að taka þær í fóstur. Fljótlega fara þó dularfullir og hræðilegir atburðir að gerast. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Harmony Korine, Spring Breakers, verður frumsýnd í Laugarásbíói á mánudag. Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Heimildarmyndirnar How to Survive a Plague og Mission to Lars verða frumsýndar í Bíói Paradís. Fyrrnefnda myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og fjallar um baráttu bandarískra grasrótarsamtaka við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geisaði meðal samkynhneigðra á níunda áratugnum.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira