Er enginn Skúli á sviðinu? 1. júní 2013 07:00 En reizlan var bogin og lóðið var lakt,/ og létt reyndist allt, sem hún vó;/ útnesja fólkið var fátækt og spakt, / flest mátti bjóða því svo.“ Þetta er erindi úr Bátsenda pundaranum. Með því kvæði lyfti Grímur Thomsen í sögulegt æðra veldi viðureign Skúla fógeta við einokunarkaupmenn sem höfðu rangt við í viðskiptum. Á tímum einokunarinnar var gjaldmiðillinn stöðugur. En því skammrifi fylgdu margvíslegir bögglar. Landsmenn gátu til að mynda ekki treyst á að kaupmenn vigtuðu rétt. Að því er þessa tvo þætti varðar lá viðskiptaóvissan því fremur í vigtinni en gjaldmiðlinum. Þótt margt hafi breyst í aldanna rás eru vigtin og gjaldmiðillinn enn lykilatriði í viðskiptum. Þeirri óvissu sem áður fylgdi vigtinni hefur hins vegar verið eytt að mestu með alþjóðlegum eftirlitsreglum og samkeppni. En þegar kemur að því að meta verðgildi krónunnar er reislan nú bogin og lóðið lakt. Þar liggur óvissan. Það er þessi óvissa sem Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins vilja draga úr. Tilgangurinn er stöðugleiki með viðskiptafrelsi og þar með meiri verðmætasköpun og hærri kaupmætti. Vinnumarkaðurinn hefur því kallað eftir þríhliða samvinnu við nýja ríkisstjórn. Hún hefur tekið því kalli vel og reyndar sagt að það sé forsenda árangurs í baráttunni fyrir viðreisn þjóðarbúskaparins. Í stjórnarsáttmálanum hefur ríkisstjórnin aftur á móti sett það sem skilyrði að ekki megi ræða aðrar lausnir til frambúðar í peningamálum en krónuna. En vandinn er sá að eftir leið þríhliða samninga verður vafningasamara að finna raunhæfar og varanlegar lausnir hafi Þrándur í Götu stærra hlutverk en hugsjónir Skúla fógeta.Hlutverk Þrándar í GötuÞröngsýni ríkisstjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að álitaefnum varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála. Hún hefur einnig ákveðið að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið; öndvert við vilja meirihluta þjóðarinnar eins og hann mælist í skoðanakönnunum. Í stað dýpri efnahagssamvinnu á innri markaðnum er tvíhliða samvinna við Asíuþjóðir síðan sett í forgang. Ríkisstjórninni gengur vitaskuld gott eitt til með skilyrðinu um krónuna, rétt eins og aðilum vinnumarkaðarins sem telja það óskynsamlegt. Afstaða ríkisstjórnarinnar byggist ekki á því réttmæta sjónarmiði að hægja á viðræðunum vegna umbrota innan Evrópusambandsins. Nær lagi er að rætur hennar liggi í eins konar pólitískri meinloku. Óumdeilt er að efnahagur landsins fór batnandi með vaxandi sjálfstjórn. Ástæðan fyrir því var sú að heimastjórn og síðar fullveldi var nýtt til að auka frelsi í viðskiptum fyrst inn á við og síðar út á við í samvinnu við aðrar þjóðir. En fullveldisréttur sem nýttur er til að takmarka þetta frelsi er jafn slæmur hvort heldur sem boðin koma úr danska kansellíinu eða stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Meinlokan er að líta svo á að óskorað fullveldi yfir eigin mynt með takmörkuðu viðskiptafrelsi sé betri kostur en óheft viðskiptafrelsi með sameiginlegri mynt og takmörkuðum beinum yfirráðum á því sviði. Einokunarkaupmennirnir vildu halda í þá stöðu að geta skekkt lóðin á reislunni. Ríkisstjórnin ætlar, hvað sem það kostar, að halda í mynt sem er breytilegasti verðmætamælikvarði í víðri veröld. Það er líka viðskiptahindrun. Afleiðingin er minni verðmætasköpun og lakari lífskjör. Ný hugsun aðila vinnumarkaðarins Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum aðila vinnumarkaðarins um nýja sýn á gerð kjarasamninga og hugmyndir um bætt vinnubrögð. Þeir ákváðu að sækja fyrirmyndir til grannríkjanna sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu. Ríkissáttasemjari skipulagði kynnisferð til Norðurlandanna í þessum tilgangi. Markmiðið er að allir sem hlut eiga að máli við gerð kjarasamninga hafi sameiginlega sýn á svigrúm til aukins kostnaðar og kjarabóta næstu árin. Þessi samtök hafa ekki sammælst um nýja mynt eða aðild að Evrópusambandinu. Því fer fjarri, en þau vilja ekki loka dyrum fyrir fram. Sú afstaða er auðskilin í ljósi þess að án alvöru mælikvarða í stöðugri mynt eru skammtímalausnir nærtækasta úrræðið. Ríkisstjórnin hefur leyst úr læðingi nokkra bjartsýni með þjóðinni. Flest bendir til að lokuð pólitísk staða verði opnuð og ný tækifæri gefist í þjóðarbúskapnum. En reginmunur er á því hvort úrlausnir hennar byggjast á skammtímasjónarmiðum eða langtímahugsun um kerfisleg nýmæli. Í þessu ljósi er því óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli útiloka kerfisbreytingar í gjaldmiðilsmálum þegar aðilar vinnumarkaðarins bjóðast til að ræða samstarf til lengri tíma á víðtækari grundvelli en áður hefur þekkst um stöðugleika og bætt kjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
En reizlan var bogin og lóðið var lakt,/ og létt reyndist allt, sem hún vó;/ útnesja fólkið var fátækt og spakt, / flest mátti bjóða því svo.“ Þetta er erindi úr Bátsenda pundaranum. Með því kvæði lyfti Grímur Thomsen í sögulegt æðra veldi viðureign Skúla fógeta við einokunarkaupmenn sem höfðu rangt við í viðskiptum. Á tímum einokunarinnar var gjaldmiðillinn stöðugur. En því skammrifi fylgdu margvíslegir bögglar. Landsmenn gátu til að mynda ekki treyst á að kaupmenn vigtuðu rétt. Að því er þessa tvo þætti varðar lá viðskiptaóvissan því fremur í vigtinni en gjaldmiðlinum. Þótt margt hafi breyst í aldanna rás eru vigtin og gjaldmiðillinn enn lykilatriði í viðskiptum. Þeirri óvissu sem áður fylgdi vigtinni hefur hins vegar verið eytt að mestu með alþjóðlegum eftirlitsreglum og samkeppni. En þegar kemur að því að meta verðgildi krónunnar er reislan nú bogin og lóðið lakt. Þar liggur óvissan. Það er þessi óvissa sem Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins vilja draga úr. Tilgangurinn er stöðugleiki með viðskiptafrelsi og þar með meiri verðmætasköpun og hærri kaupmætti. Vinnumarkaðurinn hefur því kallað eftir þríhliða samvinnu við nýja ríkisstjórn. Hún hefur tekið því kalli vel og reyndar sagt að það sé forsenda árangurs í baráttunni fyrir viðreisn þjóðarbúskaparins. Í stjórnarsáttmálanum hefur ríkisstjórnin aftur á móti sett það sem skilyrði að ekki megi ræða aðrar lausnir til frambúðar í peningamálum en krónuna. En vandinn er sá að eftir leið þríhliða samninga verður vafningasamara að finna raunhæfar og varanlegar lausnir hafi Þrándur í Götu stærra hlutverk en hugsjónir Skúla fógeta.Hlutverk Þrándar í GötuÞröngsýni ríkisstjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að álitaefnum varðandi framtíðarskipan gjaldmiðilsmála. Hún hefur einnig ákveðið að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið; öndvert við vilja meirihluta þjóðarinnar eins og hann mælist í skoðanakönnunum. Í stað dýpri efnahagssamvinnu á innri markaðnum er tvíhliða samvinna við Asíuþjóðir síðan sett í forgang. Ríkisstjórninni gengur vitaskuld gott eitt til með skilyrðinu um krónuna, rétt eins og aðilum vinnumarkaðarins sem telja það óskynsamlegt. Afstaða ríkisstjórnarinnar byggist ekki á því réttmæta sjónarmiði að hægja á viðræðunum vegna umbrota innan Evrópusambandsins. Nær lagi er að rætur hennar liggi í eins konar pólitískri meinloku. Óumdeilt er að efnahagur landsins fór batnandi með vaxandi sjálfstjórn. Ástæðan fyrir því var sú að heimastjórn og síðar fullveldi var nýtt til að auka frelsi í viðskiptum fyrst inn á við og síðar út á við í samvinnu við aðrar þjóðir. En fullveldisréttur sem nýttur er til að takmarka þetta frelsi er jafn slæmur hvort heldur sem boðin koma úr danska kansellíinu eða stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Meinlokan er að líta svo á að óskorað fullveldi yfir eigin mynt með takmörkuðu viðskiptafrelsi sé betri kostur en óheft viðskiptafrelsi með sameiginlegri mynt og takmörkuðum beinum yfirráðum á því sviði. Einokunarkaupmennirnir vildu halda í þá stöðu að geta skekkt lóðin á reislunni. Ríkisstjórnin ætlar, hvað sem það kostar, að halda í mynt sem er breytilegasti verðmætamælikvarði í víðri veröld. Það er líka viðskiptahindrun. Afleiðingin er minni verðmætasköpun og lakari lífskjör. Ný hugsun aðila vinnumarkaðarins Í síðasta mánuði kom út skýrsla á vegum aðila vinnumarkaðarins um nýja sýn á gerð kjarasamninga og hugmyndir um bætt vinnubrögð. Þeir ákváðu að sækja fyrirmyndir til grannríkjanna sem tekist hefur að auka kaupmátt samhliða lágri verðbólgu. Ríkissáttasemjari skipulagði kynnisferð til Norðurlandanna í þessum tilgangi. Markmiðið er að allir sem hlut eiga að máli við gerð kjarasamninga hafi sameiginlega sýn á svigrúm til aukins kostnaðar og kjarabóta næstu árin. Þessi samtök hafa ekki sammælst um nýja mynt eða aðild að Evrópusambandinu. Því fer fjarri, en þau vilja ekki loka dyrum fyrir fram. Sú afstaða er auðskilin í ljósi þess að án alvöru mælikvarða í stöðugri mynt eru skammtímalausnir nærtækasta úrræðið. Ríkisstjórnin hefur leyst úr læðingi nokkra bjartsýni með þjóðinni. Flest bendir til að lokuð pólitísk staða verði opnuð og ný tækifæri gefist í þjóðarbúskapnum. En reginmunur er á því hvort úrlausnir hennar byggjast á skammtímasjónarmiðum eða langtímahugsun um kerfisleg nýmæli. Í þessu ljósi er því óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli útiloka kerfisbreytingar í gjaldmiðilsmálum þegar aðilar vinnumarkaðarins bjóðast til að ræða samstarf til lengri tíma á víðtækari grundvelli en áður hefur þekkst um stöðugleika og bætt kjör.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun