Raddirnar eru þagnaðar Ingimar Einarsson skrifar 6. júní 2013 08:50 Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum nýrrar aldar efndi Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til nokkurra málþinga um framtíðarþróun heilbrigðismála. Í Madríd var fjallað um viðbrögð við heilbrigðisvá árið 2003, í Reykjavík var umræðuefnið upplýsingamiðlun í neyðarástandi árið 2004, í Erpfendorf í Austurríki var sjónum beint að öryggi sjúklinga árið 2005, í Amsterdam var viðfangsefnið almenningsþátttaka í ákvörðunum um heilbrigðismál árið 2006 og í Kaupmannahöfn var viðbúnaður gegn heimsinflúensu á dagskrá árið 2007.Almenningsþátttaka Þessi málþing voru mikilvægir viðburðir sem veittu sérhverju aðildarríki WHO í Evrópu tækifæri til að bera sig saman við önnur ríki í álfunni. Á fundinum í Amsterdam kom greinilega fram að við stjórnun heilbrigðismála síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug þessarar aldar í Evrópu hafi víðast verið lögð áhersla á að tryggja þátttöku hins almenna borgara í bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum ákvörðunum um heilbrigðismál. Þannig hafi rödd almennings heyrst meira en áður, sjúklingar fengið upplýsingar um hvers konar þjónusta væri í boði á hverjum stað og fulltrúum starfsmanna, sem og íbúum nærliggjandi byggðarlaga, verið tryggt sæti í stjórnum heilbrigðisstofnana. Réttindi sjúklinga Á fundinum í Amsterdam árið 2006 gerði ég grein fyrir því að líkt og annars staðar í Evrópu hefði almenningsþátttaka í stjórnun heilbrigðisstofnana á Íslandi og starfsemi sjúklingafélaga farið vaxandi. Lög um réttindi sjúklinga, sem tóku gildi 1. júlí 1997, hefðu verið mikilvægur áfangi í að tryggja aukin réttindi sjúklinga. Sjúklingafélög og margvísleg önnur frjáls félagasamtök gegndu jafnframt mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Ekki aðeins varðandi fjáröflun og tækjakaup, heldur einnig hvað varðar ýmiss konar stuðning við einstaka sjúklingahópa. Það vakti því nokkra athygli þegar fram kom á málþinginu að stjórnir flestra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi hefðu þá nýlega, eða árið 2003, verið lagðar niður. Þátttakendur í málþinginu töldu að slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra. Framkvæmdastjórnir taka yfir Í framhaldi af samþykkt nýrra laga á Íslandi um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 leystu framkvæmdastjórnir heilbrigðisstofnana endanlega af hólmi hinar hefðbundnu stjórnir stóru sjúkrahúsanna. Hinar eiginlegu stjórnir heilbrigðisstofnana ganga nú undir nafninu framkvæmdastjórn og í þeim eiga sæti forstjóri, framkvæmdastjóri lækninga og framkvæmdastjóri hjúkrunar og eftir atvikum aðrir faglegir yfirmenn. Framkvæmdastjórnunum er nú nánast í sjálfsvald sett að boða til upplýsinga- og samráðsfunda með starfsmönnum, auk þess sem þeim er aðeins ætlað að leitast við að upplýsa sveitastjórnir og notendur heilbrigðisþjónustu í viðkomandi umdæmi um starfsemi stofnunarinnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum fundum.Heimatilbúinn vandi? Í ljósi þessara staðreynda vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort krísan sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum hin síðustu ár sé ekki að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Niðurskurður á fjárveitingum hefur vissulega sett allri starfsemi tilteknar skorður en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustunni ekki verið sett nægjanlega metnaðarfull markmið eða pólitísk umfjöllun um málefni hennar staðið undir nafni. Enginn alþingismaður eða fulltrúi hinna pólitísku flokka á lengur sæti í stjórnum heilbrigðisstofnananna, enda hafa þær vikið fyrir hinum svonefndu framkvæmdastjórnum á hverjum stað. Fulltrúar starfsmanna og sveitarfélaga hafa heldur ekki lengur beinan aðgang að stjórnun stofnananna. Þær raddir fagfólks, sjúklinga og almennings sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti eftir á fyrsta áratug þessarar aldar eru þagnaðar hér á landi.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun