Alltaf langað að spila á Sónar Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2013 14:30 Ólafur Arnalds spilar sama dag og Kraftwerk. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Ólafur Arnalds Trio er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. „Mér var einu sinni boðið að spila á hátíðinni en ég gat það ekki, þannig að ég er sérstaklega spenntur fyrir Sónar og mig hefur alltaf langað til að spila þarna,“ sagði tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur Arnalds spilar með tríóinu sínu á Sónar þetta árið. „Þetta er svona mínímalísk útgáfa af því sem ég geri venjulega. Þá erum við oft tólf í hljómsveitinni en í þetta sinn erum við bara þrjú. Björk Óskarsdóttir verður á fiðlu og Anne Muller á sellói,“ sagði Ólafur jafnframt. „Sónar er mjög spennandi hátíð. Ég er til dæmis að spila sama dag og Kraftwerk, sem er frekar svalt. Og þetta hjálpar allt, þarna er fullt af tónleikahöldurum frá öðrum hátíðum en aðallega er maður þarna náttúrulega að spila fyrir fólkið. Ef það fylgja fleiri og stærri bókanir í framhaldið þá er það bara hið besta mál,“ sagði Ólafur. Sónar Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Ólafur Arnalds Trio er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. „Mér var einu sinni boðið að spila á hátíðinni en ég gat það ekki, þannig að ég er sérstaklega spenntur fyrir Sónar og mig hefur alltaf langað til að spila þarna,“ sagði tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur Arnalds spilar með tríóinu sínu á Sónar þetta árið. „Þetta er svona mínímalísk útgáfa af því sem ég geri venjulega. Þá erum við oft tólf í hljómsveitinni en í þetta sinn erum við bara þrjú. Björk Óskarsdóttir verður á fiðlu og Anne Muller á sellói,“ sagði Ólafur jafnframt. „Sónar er mjög spennandi hátíð. Ég er til dæmis að spila sama dag og Kraftwerk, sem er frekar svalt. Og þetta hjálpar allt, þarna er fullt af tónleikahöldurum frá öðrum hátíðum en aðallega er maður þarna náttúrulega að spila fyrir fólkið. Ef það fylgja fleiri og stærri bókanir í framhaldið þá er það bara hið besta mál,“ sagði Ólafur.
Sónar Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira