Aðalskrautfjöðrin er Sónar Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2013 11:30 Margeir St. Ingólfsson Margeir er einn aðalskipuleggjenda Sónar Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn semn hann kemur fram á hátíðinni í Barcelona. Fréttablaðið/Stefán Fjórar íslenskar hljómsveitir spila á einni virtustu tónlistarhátíð í Evrópu um helgina, Sonar í Barcelona. Ein þeirra er hljómsveitin Gluteus Maximus. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst bara góð viðurkenning, að vera beðinn um að spila þarna,“ sagði Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem Dj Margeir eða annar hluti tvíeykisins Gluteus Maximus. Hljómsveitina Gluteus Maximus skipa Stephan Stephensen og Dj Margeir. „Það er Sónar sem er kannski einna helst horft til í raftónlist, danstónlist og framsækinni tónlist. Þetta er ein aðalskrautfjöðrin,“ sagði Margeir jafnframt. Margeir er nýlentur frá Kaupmannahöfn en hann var fenginn til þess að spila á tónlistarhátíðinni Distortion þar í borg. „Ég hef spilað á fullt af hátíðum og haft gaman á fullt af hátíðum en Sónar er alveg sérstök. Ég finn strax að þetta er farið að hafa áhrif, þótt maður passi sig alltaf að hafa ekki of miklar væntingar – það eru aðrar hátíðir sem horfa til Sónar og fagaðilar sem taka mark á Sónar, og maður fær strax aukna athygli. Fleiri læk á Facebook og svona,“ sagði Margeir brosandi. „En Stebbi Bongó, sem er með mér í hljómsveitinni, spilar reyndar ekki á Sónar. Hann er með skútudellu á háu stigi og kemst ekki því hann er að sigla skútunni til Íslands. Ég stend vaktina á meðan í Barcelona, að spila undir berum himni í góðu veðri, það eru ekki mörg tækifæri sem maður fær til þess og ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Margeir. Sónar Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Fjórar íslenskar hljómsveitir spila á einni virtustu tónlistarhátíð í Evrópu um helgina, Sonar í Barcelona. Ein þeirra er hljómsveitin Gluteus Maximus. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst bara góð viðurkenning, að vera beðinn um að spila þarna,“ sagði Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem Dj Margeir eða annar hluti tvíeykisins Gluteus Maximus. Hljómsveitina Gluteus Maximus skipa Stephan Stephensen og Dj Margeir. „Það er Sónar sem er kannski einna helst horft til í raftónlist, danstónlist og framsækinni tónlist. Þetta er ein aðalskrautfjöðrin,“ sagði Margeir jafnframt. Margeir er nýlentur frá Kaupmannahöfn en hann var fenginn til þess að spila á tónlistarhátíðinni Distortion þar í borg. „Ég hef spilað á fullt af hátíðum og haft gaman á fullt af hátíðum en Sónar er alveg sérstök. Ég finn strax að þetta er farið að hafa áhrif, þótt maður passi sig alltaf að hafa ekki of miklar væntingar – það eru aðrar hátíðir sem horfa til Sónar og fagaðilar sem taka mark á Sónar, og maður fær strax aukna athygli. Fleiri læk á Facebook og svona,“ sagði Margeir brosandi. „En Stebbi Bongó, sem er með mér í hljómsveitinni, spilar reyndar ekki á Sónar. Hann er með skútudellu á háu stigi og kemst ekki því hann er að sigla skútunni til Íslands. Ég stend vaktina á meðan í Barcelona, að spila undir berum himni í góðu veðri, það eru ekki mörg tækifæri sem maður fær til þess og ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Margeir.
Sónar Tónlist Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira