Barnaleikhús Charlotte Bøving skrifar 17. júní 2013 10:00 Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk...
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar