(Ó)náttúrulegt ástand Sara McMahon skrifar 25. júní 2013 06:00 Biðin eftir sumrinu hefur verið löng og ströng... og blaut. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fengu Reykvíkingar aðeins um 56 klukkustundir af sólskini fyrstu tuttugu dagana í júní. Það eru aðeins rúmir tveir sólarhringar á tuttugu dögum! D-vítamínskertir borgarbúar tóku sólinni því fagnandi þegar hún kom loks að norðan og vermdi vanga okkar í fjóra daga. Líkt og flestir hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og snemma á sunnudagsmorgni sendi ég út fjöldaskilaboð á vinkonur mínar í von um að einhver þeirra gæti hugsað sér að flatmaga með mér við sundlaugarbakka. En heppnin var ekki með mér þennan sunnudag, í rigningarveðrinu höfðu sumar slegið því á frest að fara í vax og gátu ekki hugsað sér að bjóða öðrum sundgestum upp á loðna leggi sína. Ég sýndi þessu fullan skilning enda stutt síðan ég hætti við að klæða mig í stuttbuxur í góða veðrinu vegna hárbroddanna sem uxu á allt of hvítum spóaleggjum. Leggirnir fengu því aldrei sólina sem þeir þráðu svo heitt. Þeir fengu aldrei að upplifa heita geisla sólarinnar kyssa þá létt, heldur voru áfram huldir vegna ótta míns við augnagotur samlanda minna. Svo fór að ég æstist öll upp; af hverju í ósköpunum ættu ég og kynsystur mínar ekki að þora í sund í okkar náttúrulega ástandi líkt og karlkynið? Finnst okkur virkilega svo ógeðfellt að sjá loðna kvenleggi við hlið okkar í heita pottinum eða ofurlítinn hárbrúsk í handarkrika í gufunni? Eitthvað er uppruni þessa undarlega siðs á reiki og vilja sumir meina að konur hafi fjarlægt hár á fótleggjum sínum í aldaraðir. Eyðing hára í handarkrika leit þó fyrst dagsins ljós á fyrsta áratug síðustu aldar og í auglýsingu fyrir háreyðandi duft segir að „sumarkjóll og dans geri háreyðingu nauðsynlega“. Undanfarin tvö ár eða svo hefur skeggvöxtur karla færst í vöxt (í bókstaflegri merkingu) og gjarnan verið rætt um tískubólu í þeim efnum. Gæti eðlilegur hárvöxtur kvenna hugsanlega orðið næsta bóla sem nær flugi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Biðin eftir sumrinu hefur verið löng og ströng... og blaut. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fengu Reykvíkingar aðeins um 56 klukkustundir af sólskini fyrstu tuttugu dagana í júní. Það eru aðeins rúmir tveir sólarhringar á tuttugu dögum! D-vítamínskertir borgarbúar tóku sólinni því fagnandi þegar hún kom loks að norðan og vermdi vanga okkar í fjóra daga. Líkt og flestir hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og snemma á sunnudagsmorgni sendi ég út fjöldaskilaboð á vinkonur mínar í von um að einhver þeirra gæti hugsað sér að flatmaga með mér við sundlaugarbakka. En heppnin var ekki með mér þennan sunnudag, í rigningarveðrinu höfðu sumar slegið því á frest að fara í vax og gátu ekki hugsað sér að bjóða öðrum sundgestum upp á loðna leggi sína. Ég sýndi þessu fullan skilning enda stutt síðan ég hætti við að klæða mig í stuttbuxur í góða veðrinu vegna hárbroddanna sem uxu á allt of hvítum spóaleggjum. Leggirnir fengu því aldrei sólina sem þeir þráðu svo heitt. Þeir fengu aldrei að upplifa heita geisla sólarinnar kyssa þá létt, heldur voru áfram huldir vegna ótta míns við augnagotur samlanda minna. Svo fór að ég æstist öll upp; af hverju í ósköpunum ættu ég og kynsystur mínar ekki að þora í sund í okkar náttúrulega ástandi líkt og karlkynið? Finnst okkur virkilega svo ógeðfellt að sjá loðna kvenleggi við hlið okkar í heita pottinum eða ofurlítinn hárbrúsk í handarkrika í gufunni? Eitthvað er uppruni þessa undarlega siðs á reiki og vilja sumir meina að konur hafi fjarlægt hár á fótleggjum sínum í aldaraðir. Eyðing hára í handarkrika leit þó fyrst dagsins ljós á fyrsta áratug síðustu aldar og í auglýsingu fyrir háreyðandi duft segir að „sumarkjóll og dans geri háreyðingu nauðsynlega“. Undanfarin tvö ár eða svo hefur skeggvöxtur karla færst í vöxt (í bókstaflegri merkingu) og gjarnan verið rætt um tískubólu í þeim efnum. Gæti eðlilegur hárvöxtur kvenna hugsanlega orðið næsta bóla sem nær flugi?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun