Til atlögu við svefnsófann Pawel Bartoszek skrifar 28. júní 2013 06:00 Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun