400 ppm Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 3. júlí 2013 12:00 Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það urðu merk tímamót í sögu mannkyns 10. maí sl. Þeim var ekki fagnað neins staðar svo ég viti en um þau var nokkuð fjallað, a.m.k. í erlendum fjölmiðlum. Þennan maídag náði jafnvægisstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi Jarðar 400 ppm (sem þýðir að af hverjum milljón loftsameindum eru 400 CO2). Það er hæsti styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Við upphaf iðnbyltingar árið 1750 nam þessi jafnvægisstyrkur 280 ppm. Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur hækkað vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og ósjálfbærrar landnotkunar. Í maíbyrjun var Bill McKibben staddur hér á landi í boði Landverndar. Hann er forsprakki grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem hefur það að markmiði að vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum fari ekki yfir 350 ppm. En það er nauðsynlegt svo að áfram verði lífvænlegt á Jörðinni. Við stefnum hins vegar hratt í þveröfuga átt. Ef fram heldur sem horfir gæti hitastig hækkað um 3°C að meðaltali á þessari öld. Það eru ekki gráður sem efla grillmenningu Íslendinga svo neinu nemi en gætu hins vegar haft geigvænlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði þorra mannkyns. Bráðnun heimskautaíssins þekkja flestir sem afleiðingu loftslagsbreytinga og vita að boðar ekki gott (þótt margir vilji græða á nýjum siglingaleiðum). Hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar, útrýming eða tilflutningur plöntu- og dýrategunda, öfgar í veðurfari; lengri þurrkar, fleiri flóð, fellibyljir og hitabylgjur, eru líka afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi þróun er kölluð hamfarahlýnun. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun vera staddur í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann hefur verið ötull talsmaður þess að aðildarríki SÞ bregðist við loftslagsbreytingum með skuldbindandi samningum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda en í tvo áratugi hafa aðildarríki loftslagssamnings SÞ þrefað um ábyrgð, leiðir og lausnir í næsta vonlausu samningaferli. Ekki veit ég hvort loftslagsbreytingar eru á dagskrá funda Ban Ki-moon með ráðamönnum þjóðarinnar en vonandi notar hann tækifærið og minnir á mikilvægi þess sameiginlega verkefnis ríkja heims að ná skuldbindandi samningum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda – fljótt og mikið.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar