Aníta er óslípaður demantur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2013 00:01 Aníta Hinriksdóttir Mynd/Vilhelm ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir stal enn á nýju sviðsljósinu um síðustu helgi þegar hún setti nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet í 800 metra hlaupi. Þessi 17 ára stelpa forðast sviðsljósið og verður seint sökuð um það að trana sér fram í fjölmiðlum en afrekin á hlaupabrautinni öskra á samanburð við besta frjálsíþróttafólk Íslandssögunnar. Fréttablaðið fékk Jónas Egilsson, framkvæmdastjóra FRÍ, Þóreyju Eddu Elísdóttir, verkefnisstjóra FRÍ og Fríðu Rún Þórðardóttur úr stjórn FRÍ til þess að segja sína skoðun á afrekum Anítu.Eitt mesta efni sem við höfum séð „Hún er einstök og jaðrar við það besta sem við höfðum séð í hennar grein í heiminum,“ segir Jónas. „Þetta er óslípaður demantur. Þetta er eitt mesta efni sem við höfum séð í íslenskum íþróttum í háa herrans tíð. Við höfum átt gott fólk eins og Jón Arnar Magnússon, Guðrúnu Arnardóttur, Völu Flosadóttur, Einar Vilhjálmsson, Hrein Halldórsson og fleiri. Ég held að hún sé ekki síðra og jafnvel meira efni en þetta fólk án þess að geta borið það nákvæmlega saman,“ segir Jónas. „Hún heldur áfram að sprengja alla skala. Hún kemur sífellt á óvart. Ég hélt að 2.01.17 væri tími sem væri erfitt fyrir hana að slá og bætingarnar yrðu eitthvað hægari. Fólk má alveg fara að búast við því að hún eigi eftir að bæta sig hægar því það styttist í toppinn. Hún er komin það langt. Ég sagði þetta samt líka þegar hún hljóp á 2.01.17 og svo hljóp hún 2.00.49 sem er bara ótrúlegt. Ég gapti bara þegar ég sá þetta,“ segir Þórey Edda Elísdóttir um árangur Anítu. „Við erum ákaflega stolt af þessari stúlku og hún vekur athygli. Þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því það er tekið eftir henni. Ef hún heldur vel á spöðunum þessi stúlka þá á hún eftir að bæta sig í áratug í viðbót og vera í fremstu röð í heiminum. Hún á möguleika á því,“ segir Jónas.Gleðigjafinn helgi eftir helgi „Hún er gleðigjafinn hjá okkur helgi eftir helgi. Það er rosalega gaman að fylgjast með henni og umgjörðin í kringum hana er svo sterk og þau vita alveg hvert þau eru að stefna. Það er ekkert verið að flana að neinu,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir og bætir við: „Ég hefði varla trúað þessu því þetta er svo stórkostlegt hjá henni. Hún er alltaf svo mjúk og flott og gerir þetta eins og að drekka vatn. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum ekki átt efnilegri hlaupakonu,“ segir Fríða Rún. „Hún vekur athygli allstaðar enda ásamt því að vera ung er hún líka með sérstakan hlaupastíl. Það má samt ekki gleyma því að hún er einungis 17 ára og því mikilvægt að lágmarka utanaðkomandi pressu og leyfa henni að njóta stundarinnar. Þetta er rétt að byrja hjá henni því þetta er bara annað árið hennar í landsliðinu. Í rauninni er hún bara byrjandi,“ segir Þórey Edda en bætir við: „Ég hef fylgst með efnilegu fólki en það eru fáir sem hafa komið jafn mikið á óvart eins og hún. Þó að ég viti að hún sé efnileg þá stígur hún einhvern veginn alltaf skrefinu lengra en maður býst við og hreinlega sprengir alla skala. Ég hef aldrei séð annað eins og þó að ég sé ekki gömul í þessu þá eru örugglega margir aðrir sem gapa líka yfir þessu,“ segir Þórey Edda.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira