Tilnefning Láru Hönnu sögð hafa breytt RÚV-samkomulagi Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2013 07:00 Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“ Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira