Möglað um mosku Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórgnýr Thoroddsen skrifar 17. júlí 2013 08:00 Nýlega barst Pírötum bréf þar sem borið var undir flokkinn að taka afstöðu gegn byggingu bænahúss múslíma í Reykjavík. Það skal tekið fram strax að Píratar munu ekki beita sér gegn byggingu bænahúss múslima, eða nokkurra annarra trúarbragða. Einu áþreifanlegu rökin sem færð voru fyrir því að moska skyldi ekki rísa í Reykjavík voru þau „[...] að þessi trúarbrögð byggjast á mjög róttækri hugmyndafræði og eru mikil öfgaöfl, einnig standast þau engan veginn jafnréttislög á Íslandi“. Það verður að teljast í meira lagi undarlegt að ætla abrahamískum trúarbrögðum samhljóm með jafnrétti eða þá öðrum grundvallarréttindum ef út í það er farið. „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.“ – Fyrra Tímóteusarbréf, 2:11-15 (Nýja testamenti).Rétta leiðin að nýta tjáningarfrelsið Íslenskt samfélag hefur sem betur fer þroskast úr því að taka ríkistrúna of alvarlega, en sú þróun átti sér ekki stað með banni á kirkjum, bænahaldi, Biblíulestri eða trúboði. Ekki þarf boð eða bönn til að almenningur hætti að taka mark á Biblíunni. Árangursríkasta leiðin til að sporna við neikvæðri hugmyndafræði er efling borgararéttinda, ekki takmörkun þeirra. Ef fólk hefur áhyggjur af hugmyndafræði íslams, eða þá annarra trúarbragða, þá er rétta leiðin sú að nýta þau borgararéttindi sem bjóðast, nefnilega trú-, skoðana- og tjáningarfrelsið til þess að gagnrýna þau efnislega. Svo mikið er víst að af nógu er að taka. Trúfrelsi, rétt eins og tjáningarfrelsi, byggir nefnilega ekki á því að fólk fari eingöngu með sannar og fallegar staðhæfingar, heldur á því að næg sé samkeppnin á vettvangi hugmyndaskiptanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nýlega barst Pírötum bréf þar sem borið var undir flokkinn að taka afstöðu gegn byggingu bænahúss múslíma í Reykjavík. Það skal tekið fram strax að Píratar munu ekki beita sér gegn byggingu bænahúss múslima, eða nokkurra annarra trúarbragða. Einu áþreifanlegu rökin sem færð voru fyrir því að moska skyldi ekki rísa í Reykjavík voru þau „[...] að þessi trúarbrögð byggjast á mjög róttækri hugmyndafræði og eru mikil öfgaöfl, einnig standast þau engan veginn jafnréttislög á Íslandi“. Það verður að teljast í meira lagi undarlegt að ætla abrahamískum trúarbrögðum samhljóm með jafnrétti eða þá öðrum grundvallarréttindum ef út í það er farið. „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.“ – Fyrra Tímóteusarbréf, 2:11-15 (Nýja testamenti).Rétta leiðin að nýta tjáningarfrelsið Íslenskt samfélag hefur sem betur fer þroskast úr því að taka ríkistrúna of alvarlega, en sú þróun átti sér ekki stað með banni á kirkjum, bænahaldi, Biblíulestri eða trúboði. Ekki þarf boð eða bönn til að almenningur hætti að taka mark á Biblíunni. Árangursríkasta leiðin til að sporna við neikvæðri hugmyndafræði er efling borgararéttinda, ekki takmörkun þeirra. Ef fólk hefur áhyggjur af hugmyndafræði íslams, eða þá annarra trúarbragða, þá er rétta leiðin sú að nýta þau borgararéttindi sem bjóðast, nefnilega trú-, skoðana- og tjáningarfrelsið til þess að gagnrýna þau efnislega. Svo mikið er víst að af nógu er að taka. Trúfrelsi, rétt eins og tjáningarfrelsi, byggir nefnilega ekki á því að fólk fari eingöngu með sannar og fallegar staðhæfingar, heldur á því að næg sé samkeppnin á vettvangi hugmyndaskiptanna.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun