Af dólgum Árni Páll Árnason skrifar 18. júlí 2013 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins gerir því skóna í leiðara í gær að afstaða mín til einkarekstrar heilbrigðisþjónustu einkennist af skotgrafapólitík og ósamkvæmni. Ljúft er að leiðrétta það. Hann minnir á málafylgju mína fyrir nýju sjúkratryggingalöggjöfinni vorið 2008, sem Samfylkingin átti stóran hlut í. Sú löggjöf varð góð, fyrir okkar tilverknað. En sporin hræða. Það tók mig og aðra samningamenn Samfylkingarinnar margar vikur að þvinga orðin „án tillits til efnahags“ inn í lagatextann. Grunnstefna okkar var þá sú sama og nú: Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á ekki að leiða til aukins kostnaðar fyrir almenning eða að fólki verði mismunað um þjónustu eftir efnahag. Það var ekki grunnstefna Sjálfstæðisflokksins þá og ég efast um að það hafi breyst. Í stjórnarsáttmálanum frá í vor er sagt að heilbrigðisþjónustu eigi að veita „án tillits til búsetu“ en hvergi er vikið einu orði að hana eigi að veita án tillits til efnahags.Hvert stefnir nýr heilbrigðisráðherra? Ritstjórinn nefnir réttilega að hægt er að beita ýmsum leiðum til að tryggja samningsstöðu ríkisins gagnvart einkaaðilum. Í glímunni um frumvarpið var sjálfstæðisráðherrann samt alltaf á móti tilraunum okkar til að styrkja þessa stöðu. Blessunarlega höfðum við betur. Enginn veit enn að hverju nýr heilbrigðisráðherra stefnir. En það er ástæða til að hafa uppi varnaðarorð ef ætlunin er að færa alla heilsugæslu til einkaaðila. Eitt er að það mun flækja flutning þjónustu við aldraða til sveitarfélaga, því margt mælir með að heilsugæslan fylgi þar með. Annað er að almenna viðmiðið í sjúkratryggingalögunum er að forðast beri að setja alla þekkingu og reynslu til einkaaðila á einu bretti, því þá glatar ríkið samningsstöðu sinni til frambúðar og býður heim dólgakapítalisma. Eins er óhjákvæmilegt að setja á fót sjálfstætt eftirlit með þjónustunni og styrkja Sjúkratryggingastofnun, ef ráðast á í aukin útboð þjónustu. Allt þetta voru atriði sem þáverandi sjálfstæðisráðherra taldi aukaatriði. Þótt sporin hræði skulum við gefa þeim nýja færi á að feta aðra braut.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar