Mesta efni sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir skrifaði nafn sitt í íslenskar sögubækur um helgina en hún leggur drög að keppni meðal fullorðinna. nordicphotos/Getty Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira