Þrykkti kaffi á gólfinu í Árbæjarsafni Kjartan Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2013 13:00 Verkin á fyrstu einkasýningu Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur eru unnin út frá kaffispádómum. Fréttablaðið/Arnþór „Titillinn á sýningunni vísar bæði til framtíðarinnar, að spádómurinn segir þér hvað, hvar eða hvernig þú verður, en líka til þess hvernig allir bera ábyrgð á eigin lífi og verða að breyta út frá eigin sannfæringu,“ segir myndlistarkonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Halla opnar sína fyrstu einkasýningu í dag klukkan 13 í kaffihúsinu GÆS í Tjarnarbíói og ber hún titilinn Þú verður. Halla Þórlaug, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans (LHÍ) vorið 2012 og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands, segir að verkin á sýningunni séu unnin út frá kaffispádómum. „Ég spáði í bolla fólks út frá kúnstarinnar reglum og þrykkti svo spádómana og myndirnar á grafíkpappír með aðferð sem kallast æting,“ útskýrir Halla og bætir við að myndirnar hafi hún þrykkt í gamla skólanum sínum, LHÍ, en textann þrykkti hún í Árbæjarsafni. „Á Árbæjarsafninu fékk ég að notast við gamla prentsmiðju eftir lokun. Það var mjög sérstakt að sitja í lyktinni þar og pressa spádóma í pappír. Hugmyndin að verkunum kviknaði út frá vangaveltum um myndlestur, sem mér finnst ekki ósvipað listinni að spá í bolla.“ Sýningin stendur yfir næstu tvær vikurnar. Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Titillinn á sýningunni vísar bæði til framtíðarinnar, að spádómurinn segir þér hvað, hvar eða hvernig þú verður, en líka til þess hvernig allir bera ábyrgð á eigin lífi og verða að breyta út frá eigin sannfæringu,“ segir myndlistarkonan Halla Þórlaug Óskarsdóttir. Halla opnar sína fyrstu einkasýningu í dag klukkan 13 í kaffihúsinu GÆS í Tjarnarbíói og ber hún titilinn Þú verður. Halla Þórlaug, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskólans (LHÍ) vorið 2012 og stundar nú meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands, segir að verkin á sýningunni séu unnin út frá kaffispádómum. „Ég spáði í bolla fólks út frá kúnstarinnar reglum og þrykkti svo spádómana og myndirnar á grafíkpappír með aðferð sem kallast æting,“ útskýrir Halla og bætir við að myndirnar hafi hún þrykkt í gamla skólanum sínum, LHÍ, en textann þrykkti hún í Árbæjarsafni. „Á Árbæjarsafninu fékk ég að notast við gamla prentsmiðju eftir lokun. Það var mjög sérstakt að sitja í lyktinni þar og pressa spádóma í pappír. Hugmyndin að verkunum kviknaði út frá vangaveltum um myndlestur, sem mér finnst ekki ósvipað listinni að spá í bolla.“ Sýningin stendur yfir næstu tvær vikurnar.
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira