Ytra fullveldi Bjarni Már Magnússon skrifar 19. ágúst 2013 07:00 Algengt er þessi misserin að vísa í hugtakið fullveldi máli sínu til stuðnings þegar rætt er um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Oft vill þó gleymast að í hugtakinu felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Fyrir níutíu árum, þann 17. ágúst 1923, tæpum fimm árum eftir að Ísland varð fullvalda, kvað Fasti alþjóðadómstóllinn, fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í Haag, upp dóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Umfjöllun dómsins um fullveldishugtakið er fyrir löngu orðin sígild og oft á tíðum vísað til hennar í fræðaskrifum sem og af alþjóðlegum dómstólum. Í málinu þurfti dómstóllinn að taka afstöðu til spurningarinnar hvernig ríki gæti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið alþjóðalögum með samningum við önnur ríki. Í stuttu máli, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. Legið fyrir í 90 ár Dómstóllinn tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóðréttarlegar samningskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuldbindingar kvaðir á framkvæmd fullveldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar einn af eiginleikum fullveldis ríkja. Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því. Af einhverjum sökum virðist þessu ekki mikið flaggað þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vonandi að einhver breyting verði þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er þessi misserin að vísa í hugtakið fullveldi máli sínu til stuðnings þegar rætt er um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Oft vill þó gleymast að í hugtakinu felst vald til að gera samninga við önnur ríki og gerast aðili að alþjóðastofnunum. Fyrir níutíu árum, þann 17. ágúst 1923, tæpum fimm árum eftir að Ísland varð fullvalda, kvað Fasti alþjóðadómstóllinn, fyrirrennari Alþjóðadómstólsins í Haag, upp dóm í hinu svonefnda S.S. Wimbledon-máli. Umfjöllun dómsins um fullveldishugtakið er fyrir löngu orðin sígild og oft á tíðum vísað til hennar í fræðaskrifum sem og af alþjóðlegum dómstólum. Í málinu þurfti dómstóllinn að taka afstöðu til spurningarinnar hvernig ríki gæti verið fullvalda og á sama tíma skuldbundið alþjóðalögum með samningum við önnur ríki. Í stuttu máli, komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríki sem tekur á sig skuldbindingar með þjóðréttarsamningi væri ekki að skerða fullveldi sitt, heldur að nota það. Legið fyrir í 90 ár Dómstóllinn tók skýrt fram að hann hafnaði, yfirhöfuð, að líta bæri á þjóðréttarlegar samningskuldbindingar ríkis um ákveðnar athafnir eða athafnaleysi sem skerðingu á fullveldi þess. Vissulega legðu samningsskuldbindingar kvaðir á framkvæmd fullveldisréttar ríkis, í þeim skilningi að þær skuldbinda ríki til að framkvæma þær með ákveðnum hætti. Aftur á móti væri rétturinn til að taka á sig alþjóðlegar skuldbindingar einn af eiginleikum fullveldis ríkja. Nú hefur sá skilningur legið fyrir í níutíu ár að þegar ríki tekur á sig skuldbindingar af þjóðréttarlegum toga sé ríkið að nota fullveldið en ekki afsala sér því. Af einhverjum sökum virðist þessu ekki mikið flaggað þrátt fyrir vinsældir hugtaksins í íslenskri þjóðmálaumræðu. Vonandi að einhver breyting verði þar á.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun