Fátækir gegn ríkum Sara McMahon skrifar 28. ágúst 2013 22:00 Matt Damon fer með hlutverk Max Da Costa í kvikmyndinni Elysium. Stórmyndin Elysium skartar Matt Damon og Jodie Foster í aðalhlutverkum. Myndin er í leikstjórn suðurafríska leikstjórans Neills Blomkamp, þess sama og leikstýrði hinni vinsælu District 9 frá árinu 2009. Sögusvið myndarinnar er Jörðin árið 2154. Mannfólkinu er skipt í tvo hópa: þá stórefnuðu er hafa búið sér heimili á geimstöðinni Elysium og þá fátæku sem lifa lífi sínu á Jörðinni, sem nú er orðin rústir einar. Á Elysium búa hinir efnuðu við ríkidæmi, öryggi og fullkomna heilsu en á jörðu niðri búa íbúarnir við fátækt og harðræði. Jarðarbúa dreymir um betra líf á Elysium en stjórnvöld þar gera sitt ýtrasta til að varna þeim inngöngu í paradís. Max Da Costa, fyrrverandi þjófur og fangi, er söguhetja myndarinnar. Hann býr í rústum Los Angeles-borgar og starfar í framleiðsludeild stórrar verksmiðju er framleiðir vopn og hvers kyns vélmenni fyrir íbúa Elysium. Þegar hann veikist lífshættulega ákveður hann að gera tilraun til að komast til Elysium og verða sér úti um lækningu. Til þess að komast í geimstöðina verður hann að slást í lið með Spider, tölvuhakkara og smyglara. Varnarmálaráðherra Elysium, Jessica Delacourt, hyggst þó vernda stöðina frá ólöglegum innflytjendum og um leið hrifsa til sín frekari völd, og hefst þá hasarinn.Ninja afþakkaði aðalhlutverkið Tökur á Elysium hófust í júlí árið 2011 og hlaut Blomkamp rúma 14 milljarða í fjármagn. Atriðin sem eiga að gerast á ónýtri Jörðinni voru tekin upp á ruslahaug í grennd við Iztapalapa, fátækrahverfi í Mexíkóborg. Atriðin er gerast á geimstöðinni Elysium eru aftur á móti tekin upp í hinu ríkmannlega Huixquilucan-Interlomas hverfi í sömu borg, sem og í Vancouver í Kanada. Suðurafríski tónlistarmaðurinn Watkin Tudor Jones, betur þekktur sem Ninja úr hljómsveitinni Die Antwoord, átti upphaflega að fara með hlutverk Max Da Costa. Þegar hann afþakkaði leitaði Blomkamp til annars rappara, Eminem. Hann fór fram á að myndin yrði að hluta til tekin upp í heimaborg sinni, Detroit, sem framleiðslufyrirtækin gátu ekki sæst á. Matt Damon, sem fer með hlutverk Max Da Costa, var því þriðja val leikstjórans. Elysium hefur hlotið ágæta dóma og hlýtur 69 prósent í einkunn á kvikmyndavefsíðunni Rottentomatoes og 61 prósent á Metacritic. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stórmyndin Elysium skartar Matt Damon og Jodie Foster í aðalhlutverkum. Myndin er í leikstjórn suðurafríska leikstjórans Neills Blomkamp, þess sama og leikstýrði hinni vinsælu District 9 frá árinu 2009. Sögusvið myndarinnar er Jörðin árið 2154. Mannfólkinu er skipt í tvo hópa: þá stórefnuðu er hafa búið sér heimili á geimstöðinni Elysium og þá fátæku sem lifa lífi sínu á Jörðinni, sem nú er orðin rústir einar. Á Elysium búa hinir efnuðu við ríkidæmi, öryggi og fullkomna heilsu en á jörðu niðri búa íbúarnir við fátækt og harðræði. Jarðarbúa dreymir um betra líf á Elysium en stjórnvöld þar gera sitt ýtrasta til að varna þeim inngöngu í paradís. Max Da Costa, fyrrverandi þjófur og fangi, er söguhetja myndarinnar. Hann býr í rústum Los Angeles-borgar og starfar í framleiðsludeild stórrar verksmiðju er framleiðir vopn og hvers kyns vélmenni fyrir íbúa Elysium. Þegar hann veikist lífshættulega ákveður hann að gera tilraun til að komast til Elysium og verða sér úti um lækningu. Til þess að komast í geimstöðina verður hann að slást í lið með Spider, tölvuhakkara og smyglara. Varnarmálaráðherra Elysium, Jessica Delacourt, hyggst þó vernda stöðina frá ólöglegum innflytjendum og um leið hrifsa til sín frekari völd, og hefst þá hasarinn.Ninja afþakkaði aðalhlutverkið Tökur á Elysium hófust í júlí árið 2011 og hlaut Blomkamp rúma 14 milljarða í fjármagn. Atriðin sem eiga að gerast á ónýtri Jörðinni voru tekin upp á ruslahaug í grennd við Iztapalapa, fátækrahverfi í Mexíkóborg. Atriðin er gerast á geimstöðinni Elysium eru aftur á móti tekin upp í hinu ríkmannlega Huixquilucan-Interlomas hverfi í sömu borg, sem og í Vancouver í Kanada. Suðurafríski tónlistarmaðurinn Watkin Tudor Jones, betur þekktur sem Ninja úr hljómsveitinni Die Antwoord, átti upphaflega að fara með hlutverk Max Da Costa. Þegar hann afþakkaði leitaði Blomkamp til annars rappara, Eminem. Hann fór fram á að myndin yrði að hluta til tekin upp í heimaborg sinni, Detroit, sem framleiðslufyrirtækin gátu ekki sæst á. Matt Damon, sem fer með hlutverk Max Da Costa, var því þriðja val leikstjórans. Elysium hefur hlotið ágæta dóma og hlýtur 69 prósent í einkunn á kvikmyndavefsíðunni Rottentomatoes og 61 prósent á Metacritic.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira