Viðrar vel til loftárása Mikael Torfason skrifar 2. september 2013 07:00 Fréttir frá Sýrlandi valda okkur öllum áhyggjum. Fréttamiðlar vara við skelfilegum myndum og þó fylgir sögunni að ekki séu verstu myndirnar sýndar. Svo skelfilegar eru þær að ekki telst verjanlegt að senda þær út í sjónvarpi. Munnlegar lýsingar vekja óhug. Það er óþarfi að rekja þær fyrir þeim sem hafa fylgst með fréttum frá Sýrlandi en meðal hinna látnu er mikill fjöldi barna. Bandaríkjaþing mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort forseta verði heimilt að grípa inn í gang mála á Sýrlandi. Loftárásir teljast líklegasta niðurstaðan, að fengnu samþykki þingsins – Barack Obama forseti telur ólíklegt að um landhernað verði að ræða. Sitt sýnist hverjum og við sem stöndum á hliðarlínunni og fylgjumst með öllu þessu úr fjarlægð hljótum að vera í það minnsta örlítið tortryggin þegar talað er um ?öruggar? upplýsingar frá vestrænum leyniþjónustum. Sporin hræða. Þannig minnumst við öll aðdragandans að innrásinni í Írak og hvernig logið var að þjóðum heims. En, þetta er klemma. Um leið og gjalda verður varhug við innrás í sjálfstæð ríki er það svo að alþjóðasamfélagið getur illmögulega staðið hjá og látið efnavopnaárásir á óbreytta borgara viðgangast. Við verðum að bregðast við og það fljótt. Líf fjölda saklauss fólks er í húfi. Forsendurnar skipta miklu. Hernaðaríhlutun getur ekki byggst á friðþægingu. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins geta ekki grundvallast á því að verið sé að friða samvisku íbúa í hinum vestræna heimi. Af því að okkur sem byggjum þennan heimshluta þykir svo erfitt að horfa á svona fréttir í sjónvarpinu. Með aðgerðum hljótum við að miða við það sem gagnast borgurum í Sýrlandi best. Sagan kennir okkur að hernaðaríhlutun getur gert illt verra. Bæði er svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs mjög viðkvæmt og átök gætu hæglega breiðst út um gervöll Mið-Austurlönd. Þetta er púðurtunna, eins og það er oft orðað. Saga afskipta Vesturlanda af svæðinu er ekki góð. Við höfum ýmist gengið of langt eða of skammt, kannski vegna þess að annarlegir hagsmunir hafa verið undirliggjandi. Nú er tækifæri til að setja hagsmuni fólksins á svæðinu sjálfu í fyrsta sæti og bregðast við samkvæmt því. Hlutverk okkar Íslendinga er kannski ekki merkilegt þegar viðburðir sem þessir eru undir. Víst eigum við rödd í gegnum okkar stjórnvöld en þeirri rödd fylgir lítið vald. Það eru hinar stóru þjóðir sem ráða þessu á endanum en við getum þegar best lætur lagt okkar litla lóð á vogarskálarnar; til dæmis með því að bjóða fram krafta okkar við sáttaumleitanir. Þegar verst lætur erum við nytsamir sakleysingjar eins og raunin varð þegar við vorum ein af hinum viljugu þjóðum sem studdu innrás inn í Írak. Þegar við fórum á lista yfir hinar viljugu þjóðir var það Íslandi til háðungar. Því miður er rökstuddur grunur fyrir því að afstöðu okkar í þeim efnum hafi ráðið boruleg og skammarleg sjónarmið sem byggðu á skammtíma sérhagsmunum. Herinn er farinn og fór þrátt fyrir þennan stuðning okkar við innrás sem byggðist á fölskum forsendum. Við megum samt ekki hræðast að taka afstöðu. Við eigum miklu frekar að gera þá kröfu að afstaða Íslands grundvallist fyrst og síðast á heilbrigðum sjónarmiðum en ekki á sérhagsmunum eða ótta við stórveldin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Fréttir frá Sýrlandi valda okkur öllum áhyggjum. Fréttamiðlar vara við skelfilegum myndum og þó fylgir sögunni að ekki séu verstu myndirnar sýndar. Svo skelfilegar eru þær að ekki telst verjanlegt að senda þær út í sjónvarpi. Munnlegar lýsingar vekja óhug. Það er óþarfi að rekja þær fyrir þeim sem hafa fylgst með fréttum frá Sýrlandi en meðal hinna látnu er mikill fjöldi barna. Bandaríkjaþing mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort forseta verði heimilt að grípa inn í gang mála á Sýrlandi. Loftárásir teljast líklegasta niðurstaðan, að fengnu samþykki þingsins – Barack Obama forseti telur ólíklegt að um landhernað verði að ræða. Sitt sýnist hverjum og við sem stöndum á hliðarlínunni og fylgjumst með öllu þessu úr fjarlægð hljótum að vera í það minnsta örlítið tortryggin þegar talað er um ?öruggar? upplýsingar frá vestrænum leyniþjónustum. Sporin hræða. Þannig minnumst við öll aðdragandans að innrásinni í Írak og hvernig logið var að þjóðum heims. En, þetta er klemma. Um leið og gjalda verður varhug við innrás í sjálfstæð ríki er það svo að alþjóðasamfélagið getur illmögulega staðið hjá og látið efnavopnaárásir á óbreytta borgara viðgangast. Við verðum að bregðast við og það fljótt. Líf fjölda saklauss fólks er í húfi. Forsendurnar skipta miklu. Hernaðaríhlutun getur ekki byggst á friðþægingu. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins geta ekki grundvallast á því að verið sé að friða samvisku íbúa í hinum vestræna heimi. Af því að okkur sem byggjum þennan heimshluta þykir svo erfitt að horfa á svona fréttir í sjónvarpinu. Með aðgerðum hljótum við að miða við það sem gagnast borgurum í Sýrlandi best. Sagan kennir okkur að hernaðaríhlutun getur gert illt verra. Bæði er svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs mjög viðkvæmt og átök gætu hæglega breiðst út um gervöll Mið-Austurlönd. Þetta er púðurtunna, eins og það er oft orðað. Saga afskipta Vesturlanda af svæðinu er ekki góð. Við höfum ýmist gengið of langt eða of skammt, kannski vegna þess að annarlegir hagsmunir hafa verið undirliggjandi. Nú er tækifæri til að setja hagsmuni fólksins á svæðinu sjálfu í fyrsta sæti og bregðast við samkvæmt því. Hlutverk okkar Íslendinga er kannski ekki merkilegt þegar viðburðir sem þessir eru undir. Víst eigum við rödd í gegnum okkar stjórnvöld en þeirri rödd fylgir lítið vald. Það eru hinar stóru þjóðir sem ráða þessu á endanum en við getum þegar best lætur lagt okkar litla lóð á vogarskálarnar; til dæmis með því að bjóða fram krafta okkar við sáttaumleitanir. Þegar verst lætur erum við nytsamir sakleysingjar eins og raunin varð þegar við vorum ein af hinum viljugu þjóðum sem studdu innrás inn í Írak. Þegar við fórum á lista yfir hinar viljugu þjóðir var það Íslandi til háðungar. Því miður er rökstuddur grunur fyrir því að afstöðu okkar í þeim efnum hafi ráðið boruleg og skammarleg sjónarmið sem byggðu á skammtíma sérhagsmunum. Herinn er farinn og fór þrátt fyrir þennan stuðning okkar við innrás sem byggðist á fölskum forsendum. Við megum samt ekki hræðast að taka afstöðu. Við eigum miklu frekar að gera þá kröfu að afstaða Íslands grundvallist fyrst og síðast á heilbrigðum sjónarmiðum en ekki á sérhagsmunum eða ótta við stórveldin.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun