Kvartett Sigrúnar Eðvalds á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. september 2013 10:00 Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik leika á fiðlur, Ásdís Valdimarsdóttir á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Fyrstu tónleikar 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins eru á sunnudag. Kvartett Sigrúnar Eðvaldsdóttur flytur þrjá strengjakvartetta í Norðurljósasal Hörpu. „Ég hef leitt kvartetta fyrir Kammermúsíkklúbbinn rosalega lengi, alveg síðan á níunda áratug síðustu aldar, ég var ekki einu sinni búin að klára skólann þegar ég kom fyrst fram fyrir þá,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir spurð hvort kvartett undir hennar nafni sé rótgróið fyrirbæri. „Hann heitir ekkert endilega Kvartett Sigrúnar Eðvalds. Málið er að við höfum aldrei valið okkur nafn vegna þess að í gegnum tíðina hafa verið miklar mannabreytingar í kvartettinum. Það felst ákveðið hlutleysi í því að vera ekki með nafn, þá er ekki eins niðurneglt hverjir skipa hann hverju sinni.“ Kvartettinn sem leikur á sunnudaginn er auk Sigrúnar skipaður þeim Zbigniew Dubik á fiðlu, Ásdísi Valdimarsdóttur á víólu og Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló. Á efnisskrá tónleikanna eru þrír strengjakvartettar: síðasti kvartett Beethovens, fyrsti kvartett Brahms og einn af kvartettum spænska undrabarnsins Arriaga. „Þetta eru þrír rosalega flottir kvartettar,“ segir Sigrún og leggur áherslu á rosalega. Tónleikarnir marka upphaf 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins, sem starfað hefur síðan 1957 og haldið meira en 280 tónleika. Sigrún hefur tekið þátt í þeim einu sinni á ári og segir það algjörlega nauðsynlegan lið í tónlistarárinu. „Þetta hefur verið fastur punktur í lífinu í öll þessi ár, sem er yndislegt og algjör nauðsyn fyrir mig,“ segir hún. „Þeir hafa haldið uppi frábæru starfi og gert fólki kleift að spila kammermúsík en til þess gefast ekkert svo mörg tækifæri á þessu litla landi. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu.“Tónleikarnir eru í Norðurljósasal Hörpu og hefjast klukkan 19.30. Menning Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Fyrstu tónleikar 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins eru á sunnudag. Kvartett Sigrúnar Eðvaldsdóttur flytur þrjá strengjakvartetta í Norðurljósasal Hörpu. „Ég hef leitt kvartetta fyrir Kammermúsíkklúbbinn rosalega lengi, alveg síðan á níunda áratug síðustu aldar, ég var ekki einu sinni búin að klára skólann þegar ég kom fyrst fram fyrir þá,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir spurð hvort kvartett undir hennar nafni sé rótgróið fyrirbæri. „Hann heitir ekkert endilega Kvartett Sigrúnar Eðvalds. Málið er að við höfum aldrei valið okkur nafn vegna þess að í gegnum tíðina hafa verið miklar mannabreytingar í kvartettinum. Það felst ákveðið hlutleysi í því að vera ekki með nafn, þá er ekki eins niðurneglt hverjir skipa hann hverju sinni.“ Kvartettinn sem leikur á sunnudaginn er auk Sigrúnar skipaður þeim Zbigniew Dubik á fiðlu, Ásdísi Valdimarsdóttur á víólu og Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló. Á efnisskrá tónleikanna eru þrír strengjakvartettar: síðasti kvartett Beethovens, fyrsti kvartett Brahms og einn af kvartettum spænska undrabarnsins Arriaga. „Þetta eru þrír rosalega flottir kvartettar,“ segir Sigrún og leggur áherslu á rosalega. Tónleikarnir marka upphaf 57. starfsárs Kammermúsíkklúbbsins, sem starfað hefur síðan 1957 og haldið meira en 280 tónleika. Sigrún hefur tekið þátt í þeim einu sinni á ári og segir það algjörlega nauðsynlegan lið í tónlistarárinu. „Þetta hefur verið fastur punktur í lífinu í öll þessi ár, sem er yndislegt og algjör nauðsyn fyrir mig,“ segir hún. „Þeir hafa haldið uppi frábæru starfi og gert fólki kleift að spila kammermúsík en til þess gefast ekkert svo mörg tækifæri á þessu litla landi. Það er bara stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu.“Tónleikarnir eru í Norðurljósasal Hörpu og hefjast klukkan 19.30.
Menning Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira