Gefurðu afslátt af öryggi barnsins þíns? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2013 06:00 Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Ingvarsdóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun