Auðnuleysi eða lykill að velferð Ingólfur Sverrisson skrifar 10. október 2013 06:00 Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt hvað Framsóknarmenn geta verið uppátækjasamir og frumlegir. Það nýjasta er að þeirra maður í utanríkisráðuneytinu, Gunnar Bragi Sveinsson, á ekki nægjanlega sterk orð í fórum sínum til að lýsa þeirri dásemd fyrir íslenska þjóð sem EES-samningurinn er. Í Fréttablaðinu 8. október segir hann með réttu að samningurinn tryggi frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann nefnir fleiri mikilvæg atriði sem finna má í samningnum og skipta okkur miklu máli á fjölmörgum sviðum. Þetta er honum greinilega nú orðið ljóst eftir tuttugu ára reynslu frá því að EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi. En slíkri sýn var ekki til að dreifa hjá þingmönnum Framsóknarflokksins á þeim tíma því þá tóku þeir ýmist afstöðu á móti samningnum eða sátu hjá; enginn, ekki einn einasti þeirra, greiddi honum atkvæði. Það má því segja með sanni að þessi þýðingarmikli samningur hafi öðlast gildi þrátt fyrir neikvæða afstöðu Framsóknarmanna. Líklega náði málflutningur þeirra á þessum tíma hæstum hæðum þegar forveri Gunnars Braga á Norðurlandi vestra, Páll Pétursson, sagði í umræðum á þinginu að samningurinn væri vondur og óhagstæður og myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi. Minna var það nú ekki. Reynslan hefur hins vegar leitt annað í ljós og nú má utanríkisráðherra Framsóknarflokksins ekki vatni halda yfir dásemd þessa samnings fyrir íslenska þjóð. Aðeins viðtakendur Utanríkisráðherra áréttar að nauðsynlegt sé að styrkja hagsmunagæslu okkar í Evrópusamstarfinu og tryggja með því að „að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi“. Á þessari framsetningu er þó einn galli því umrædd löggjöf er ekki mótuð innan EES heldur á vettvangi ESB sem sendir afraksturinn til EES-landanna til staðfestingar. Þau lönd koma ekki að mótun þessara laga, reglugerða eða tilskipana; eru einasta viðtakendur og hafa engin áhrif á málefni sem geta skipt þau miklu. Eftir sem áður er það rétt hjá Gunnari Braga að sjónarmið Íslands þurfa að koma fram í þessu starfi strax á fyrstu stigum. Þessi fyrstu stig fara fram innan ESB og hvergi annars staðar. Ef mönnum er einhver alvara að komast strax að ferlum einstakra mála verða þeir hinir sömu að íhuga fulla aðild en gefa sér ekki fyrir fram að sú leið sé ófær. Staðreyndin er sú að aðild að ESB fylgir bæði gagnkvæm ábyrgð og ekki síður réttindi sem hver þjóð hagnýtir sér eftir föngum. Fullvalda þjóð hangir ekki frammi á göngum og vonast til að hitta á þá sem fjalla um málin þegar þeir færa sig milli herbergja.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun