Fyrir ári Margrét Tryggvadóttir skrifar 22. október 2013 09:14 Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun