Ragnar með gjörning í Tate Modern-safninu 24. október 2013 10:00 Ragnar Kjartansson flytur gjörninginn í kvöld klukkan 19. Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið. Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson flytur gjörning í hinu fræga Tate Modern-listasafni í London í kvöld klukkan 19. Verkið er hluti af gjörningadagskrá safnsins sem er sérstaklega hönnuð fyrir alnetið og geta áhorfendur um heim allan fylgst með á netinu í rauntíma. Gjörningur Ragnars heitir Variation of Meat Joy, eða tilbrigði við kjötgleði, og í honum nýtir listamaðurinn sér efnivið og töfra leikhússins. Verkið á sér stað á hinu óræða svæði milli þess að gera eitthvað raunverulega og að þykjast. Í verkinu vísar Ragnar til frægs gjörnings Carolee Schneeman, Meat Joy, en gjörningurinn fer þannig fram að yfirborði gjörningaherbergisins er breytt í rókokkóborðstofu með því að mála veggina og stilla upp leikmunum. Til borðs sitja prúðbúnir gestir klæddir í anda tímabilsins, sem koma saman til þess eins að borða eintóma steik. Hljóðin þegar steikin er tuggin og henni kyngt eru mögnuð upp og og óma jafnvel í heyrnartólum áhorfenda við tölvuna. Eins og áður sagði er gjörningurinn sýndur beint á netinu í kvöld klukkan 19. Áhorfendum gefst bæði kostur á að spjalla hverjum við annan meðan á gjörningnum stendur og einnig að spyrja listamanninn spurninga í gegnum netið.
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira