Freistar þess að finna lík í listaverk í Mexíkó Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. október 2013 09:00 Snorri Ásmundsson auglýsti eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum. Uppátækið olli miklu fjaðrafoki. MYND/SPESSI „Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira