Tuttugu stiga menn blómstra í hverju horni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2013 07:45 Kári Jónsson, 16 ára sonur Jóns Arnars Ingvarssonar, skoraði 28 stig í sínum þriðja leik í úrvalsdeildinni. Mynd/Valli Þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar Keflavík vann þriggja stiga sigur á Njarðvík, 88-85, í mögnuðu uppgjöri tveggja ósigraða liða í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Gunnar Ólafsson tryggði Keflavík sigurinn í sínum fyrsta Reykjanesbæjarslag og þó að hann hafi ekki komist í 20 stigin í gær þá er hann enn eitt dæmi um íslenskan leikmann sem stelur sviðsljósinu í upphafi tímabilsins. Nýjar reglur tóku gildi í deildinni í haust því frá og með þessu tímabil þurfa fjórir af fimm leikmönnum inni á vellinum í hvoru liði að vera með íslenskan ríkisborgararétt. Liðin úti á landi eru ekki alltof hrifin af þessum breytingum enda eiga þau oft erfitt að með halda í eða fá íslenska stráka til að spila úti á landi þar sem flestir sækja skóla eða önnur tækifæri fyrir sunnan. Áhrif reglubreytingarinnar virðast þó hafa haft þau áhrif sem fylgismenn hennar sáu fyrir sér. Íslenskir leikmenn hafa fengið stærra hlutverk og meiri ábyrgð í sínum liðum. Þetta sést meðal annars vel þegar stigaskor leikmanna í fyrstu þremur umferðunum er skoðað nánar. Alls hefur 21 Íslendingur skorað tuttugu stig eða meira í einum leik og ellefu af tólf liðum deildarinnar eiga íslenskan leikmann sem hefur rofið tuttugu stiga múrinn. Nýliðar Hauka eiga þrjá íslenska tuttugu stiga menn alveg eins og KR, ÍR og Grindavík. Í síðasta leik skoraði til dæmis hinn sextán ára gamli Kári Jónsson 28 stig fyrir Hauka á rúmum 18 mínútum þar sem hann hitti úr 11 af 12 skotum sínum. Fjórði Haukamaðurinn sem hefur sprungið út er síðan leikstjórnandinn Emil Barja sem náði þrefaldri tvennu í fyrsta leik. Það er heldur ekki eins og fleiri íslenskir skorarar eigi ekki eftir að bætast í hópinn á þessu tímabili. KR-ingarnir Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru til dæmis þekktir skorarar enda illviðráðanlegir á góðum degi og fleiri tilvonandi tuttugu stiga leikmenn bíða eftir sínum degi eða dögum. Það er nefnilega nóg af ungum, stórefnilegum leikmönnum í deildinni sem fá nú tækifærið til að sýna hvað í þá er spunnið. Ævintýri Njarðvíkurhúnanna síðustu ár hafa ennfremur sýnt hvaða árangri er hægt að ná þegar félög þora að veðja á uppalda leikmenn sína. Fleiri félög hafa nú nýtt sér þessa góðu fyrirmynd. Framlag leikmanna til sinna liða stendur þó ekki og fellur með stigaskori þeirra því leikmenn hjálpa liðum sínum á mörgum öðrum sviðum. Framlag er annar mælikvarði á leikmenn og þegar framlagslistinn er skoðaður bætast við sex íslenskir leikmenn sem hafa rofið tuttugu framlagsstigamúrinn. Þá kemur góður varnarleikur seint fram á tölfræðiblaðinu. Það sem tölfræðin sýnir er aftur á móti að íslenskir leikmenn eru að fá og nýta tækifærin sín í upphafi vonandi skemmtilegs körfuboltatímabils. 20 stiga mennirnir í fyrstu 3 umferðunum:Reyndari leikmenn Justin Shouse, Stjarnan (32) Jóhann Árni Ólafsson Grindavík (28) Jón Ólafur Jónsson Snæfell (28) Guðmundur Jónsson Keflavík (27) Þorleifur Ólafsson Grindavík (27) Helgi Már Magnússon KR (25) Logi Gunnarsson Njarðvík (24, 23, 22) Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur (23, 23) Mirko Stefán Virijevic KFÍ (20, 24) Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík (20, 23) Davíð Páll Hermannsson Haukar (22) Darri Hilmarsson KR (22) Sveinbjörn Claessen ÍR (21, 21) Pavel Ermolinskij KR (20)Ungu strákarnir Matthías Orri Sigurðarson ÍR (33) Haukur Óskarsson Haukar (25,31) Elvar Már Friðriksson Njarðvík (28, 23) Kári Jónsson Haukar (28) Björgvin Ríkharðsson ÍR (24) Tómas Heiðar Tómasson Þór Þorl. (20) Kristján Pétur Andrésson Snæfell (20)Bankandi á dyrnar Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 19* Ágúst Angantýsson, KFÍ 19 Brynjar Þór Björnsson, KR 18 Martin Hermannsson, KR 18 Darrel Keith Lewis, Keflavík 17** Grétar Ingi Erlendsson, Skallagrímur 17 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Snæfell 17** Baldur Þór Ragnarsson, Þór Þorl. 16 Dagur Kár Jónsson, Stjarnan 15 Hraunar Karl Guðmundsson, KFÍ 15 Ólafur Ólafsson Grindavík 15*** Meiddur - sleit krossband** Á 20 stiga framlagsleik Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þriðju umferð Dominos-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar Keflavík vann þriggja stiga sigur á Njarðvík, 88-85, í mögnuðu uppgjöri tveggja ósigraða liða í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Gunnar Ólafsson tryggði Keflavík sigurinn í sínum fyrsta Reykjanesbæjarslag og þó að hann hafi ekki komist í 20 stigin í gær þá er hann enn eitt dæmi um íslenskan leikmann sem stelur sviðsljósinu í upphafi tímabilsins. Nýjar reglur tóku gildi í deildinni í haust því frá og með þessu tímabil þurfa fjórir af fimm leikmönnum inni á vellinum í hvoru liði að vera með íslenskan ríkisborgararétt. Liðin úti á landi eru ekki alltof hrifin af þessum breytingum enda eiga þau oft erfitt að með halda í eða fá íslenska stráka til að spila úti á landi þar sem flestir sækja skóla eða önnur tækifæri fyrir sunnan. Áhrif reglubreytingarinnar virðast þó hafa haft þau áhrif sem fylgismenn hennar sáu fyrir sér. Íslenskir leikmenn hafa fengið stærra hlutverk og meiri ábyrgð í sínum liðum. Þetta sést meðal annars vel þegar stigaskor leikmanna í fyrstu þremur umferðunum er skoðað nánar. Alls hefur 21 Íslendingur skorað tuttugu stig eða meira í einum leik og ellefu af tólf liðum deildarinnar eiga íslenskan leikmann sem hefur rofið tuttugu stiga múrinn. Nýliðar Hauka eiga þrjá íslenska tuttugu stiga menn alveg eins og KR, ÍR og Grindavík. Í síðasta leik skoraði til dæmis hinn sextán ára gamli Kári Jónsson 28 stig fyrir Hauka á rúmum 18 mínútum þar sem hann hitti úr 11 af 12 skotum sínum. Fjórði Haukamaðurinn sem hefur sprungið út er síðan leikstjórnandinn Emil Barja sem náði þrefaldri tvennu í fyrsta leik. Það er heldur ekki eins og fleiri íslenskir skorarar eigi ekki eftir að bætast í hópinn á þessu tímabili. KR-ingarnir Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru til dæmis þekktir skorarar enda illviðráðanlegir á góðum degi og fleiri tilvonandi tuttugu stiga leikmenn bíða eftir sínum degi eða dögum. Það er nefnilega nóg af ungum, stórefnilegum leikmönnum í deildinni sem fá nú tækifærið til að sýna hvað í þá er spunnið. Ævintýri Njarðvíkurhúnanna síðustu ár hafa ennfremur sýnt hvaða árangri er hægt að ná þegar félög þora að veðja á uppalda leikmenn sína. Fleiri félög hafa nú nýtt sér þessa góðu fyrirmynd. Framlag leikmanna til sinna liða stendur þó ekki og fellur með stigaskori þeirra því leikmenn hjálpa liðum sínum á mörgum öðrum sviðum. Framlag er annar mælikvarði á leikmenn og þegar framlagslistinn er skoðaður bætast við sex íslenskir leikmenn sem hafa rofið tuttugu framlagsstigamúrinn. Þá kemur góður varnarleikur seint fram á tölfræðiblaðinu. Það sem tölfræðin sýnir er aftur á móti að íslenskir leikmenn eru að fá og nýta tækifærin sín í upphafi vonandi skemmtilegs körfuboltatímabils. 20 stiga mennirnir í fyrstu 3 umferðunum:Reyndari leikmenn Justin Shouse, Stjarnan (32) Jóhann Árni Ólafsson Grindavík (28) Jón Ólafur Jónsson Snæfell (28) Guðmundur Jónsson Keflavík (27) Þorleifur Ólafsson Grindavík (27) Helgi Már Magnússon KR (25) Logi Gunnarsson Njarðvík (24, 23, 22) Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur (23, 23) Mirko Stefán Virijevic KFÍ (20, 24) Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík (20, 23) Davíð Páll Hermannsson Haukar (22) Darri Hilmarsson KR (22) Sveinbjörn Claessen ÍR (21, 21) Pavel Ermolinskij KR (20)Ungu strákarnir Matthías Orri Sigurðarson ÍR (33) Haukur Óskarsson Haukar (25,31) Elvar Már Friðriksson Njarðvík (28, 23) Kári Jónsson Haukar (28) Björgvin Ríkharðsson ÍR (24) Tómas Heiðar Tómasson Þór Þorl. (20) Kristján Pétur Andrésson Snæfell (20)Bankandi á dyrnar Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 19* Ágúst Angantýsson, KFÍ 19 Brynjar Þór Björnsson, KR 18 Martin Hermannsson, KR 18 Darrel Keith Lewis, Keflavík 17** Grétar Ingi Erlendsson, Skallagrímur 17 Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Snæfell 17** Baldur Þór Ragnarsson, Þór Þorl. 16 Dagur Kár Jónsson, Stjarnan 15 Hraunar Karl Guðmundsson, KFÍ 15 Ólafur Ólafsson Grindavík 15*** Meiddur - sleit krossband** Á 20 stiga framlagsleik
Dominos-deild karla Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn