Landspítalinn getur fengið milljarða – ef þjóðin vill Jón Karl Snorrason skrifar 29. október 2013 06:00 Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að ekki verður lengur setið hjá og hlustað á ráðalausa alþingismenn og ráðherra ætla að reyna að gera eitthvað svo að við missum ekki okkar færustu lækna úr landi vegna úreltra tækja og gamals húsnæðis, að ég tali nú ekki um launin. Ég hef dottið niður á hugmynd, sem stjórnmálamenn geta ekki bara hunsað og sagt sem svo, þetta er ekki gerlegt, svona gerum við ekki, þetta er ekki hægt. Það er allt hægt ef vilji er til – allt. Þið verðið að hlusta á fólkið í landinu, við eigum líka þessa heilbrigðisþjónustu og viljum að hún komi okkur að gagni þegar heilsan bilar. Hugmyndin er sú, að stofna svokallaðan AFMÆLISSJÓÐ LANDSPÍTALANS. Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust. Þetta er engin skylda en flestum okkar þætti betra að eiga nokkuð inni í þessum sjóði þegar við, eða okkar nánustu, þyrftum að leggjast inn á sjúkrastofnun. Segjum svo að ef um 200 þúsund Íslendingar myndu gera þetta á næsta ári, árið 2014, væru í AFMÆLISSJÓÐI LANDSPÍTALANS á milli 10 og 30 þúsund milljónir króna í árslok! Mætti ekki hressa svolítið upp á tækjamálin fyrir þær krónur? Margir segja þá, því ekki að hækka bara skattana og þá getur ríkisstjórn Íslands lagt meira til heilbrigðismálanna.Auðvelt á tölvuöld Nei, það eru einmitt hinir háu beinu skattar sem halda hér öllu niðri sem og hinar ósnertanlegu lífeyrisgreiðslur. Það fé sem ríkið og lífeyrissjóðirnir taka af okkur við launaútborgun, fer ekki í veltuna í samfélaginu, skilar engri eða mjög lítilli arðsemi og heldur hér öllu í herkví. Ekki gekk svona hörmulega að reka sjúkrastofnanir fyrir 15-20 árum og vorum við þó færri Íslendingarnir þá sem greiddum skatta. Þeir voru þá mun lægri. Ef 200 þúsund launamenn á Íslandi fengju 10 þúsund krónum meira útborgað á mánuði færu um 20 milljarðar út í hagkerfið til viðbótar mánaðarlega. Allt atvinnulífið mundi taka stökk fram á við, mannaráðningar og framkvæmdir fyrirtækja og einstaklinga efldust, sem gæfi ríkissjóði margfaldar tekjur og leiddi til sparnaðar hjá atvinnuleysissjóði. Ég hef ekki þaulhugsað hvernig framkvæma ætti þessa afmælisgjöf en það hlýtur að vera auðvelt á tölvuöld að koma þessu þannig fyrir að afmælisbarnið fengi sendan óútfylltan gíróseðil rétt fyrir afmælið svo að hægt væri að greiða á réttum degi. Sjóðurinn má alls ekki komast í hendur féhirða ríkisins, þá færi gjöfin líklegast í eitthvað allt annað og það skemmdi tilganginn algerlega. Réttast væri að setja á stofn tveggja til fjögurra manna afmælisnefnd til að sjá um að útdeila fénu á milli heilbrigðisstofnana. Ég er tilbúinn með 10 þúsund kall þegar ég á afmæli þann 26. mars 2014.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar