Koma þarf stefnumálum í framkvæmd Halldór Halldórsson skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Viðfangsefnin við stjórnun Reykjavíkurborgar eru fjölmörg. Við sem bjóðum okkur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nk. laugardag tölum fyrir fjölbreyttum málefnum og höfum framtíðarsýn. Það er mikilvægt og gott. En eitt er að tala um málin og annað að koma þeim í framkvæmd í öflugum meirihluta. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð hreinum meirihluta í borginni lengi og að landslagið hafi breyst það mikið að það sé varla gerlegt lengur. Svona umræðu tek ég ekki undir vegna þess að árangur okkar í kosningum byggist á því hvernig okkur tekst til með uppstillingu framboðslistans. Það verkefni er í höndum sjálfstæðisfólks í borginni í alvöru persónukjöri. Öflugur listi þarf svo að setja fram áhugaverð og raunhæf stefnumál sem skipta borgarbúa máli. Það er okkar sem ætlum að vera í framboði fyrir borgarbúa að hafa sjálfstraust og skýra sýn á hvert við sjálf ætlum og að við stöndum fyrir breytingum sem stuðla að framförum og gera góða borg betri. Kjósendur fylgja þeim sem veit hvert hann ætlar og hvernig hann ætlar þangað.Tímasett verkáætlun Fái ég til þess umboð mun ég leggja fram tímasetta verkáætlun um hvernig koma skuli stefnumálum í framkvæmd og hvenær á kjörtímabilinu. Í forgangi verða: Rekstur borgarinnar sem er undirstaðan. Án heilbrigðs rekstrar eru kosningaloforð marklaus. Hlutverk höfuðborgarinnar sé rækt og hagsmuna borgarbúa þannig gætt. Höfuðborgin hlúi að samgöngum, ekki síst innanlandsfluginu, og gæti þess að vera áfram samgöngumiðstöð landsins. Taka upp nýtt aðalskipulag vegna þéttingar byggðar og umferðarmála. Þétta byggð og bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfaranda en ekki á kostnað þeirra sem vilja og þurfa að nota bílinn sem samgöngutæki. Auka enn frekar áherslur á vistvænar samgöngur, bæði einkabílinn og almenningssamgöngur. Tæknin leiðir okkur inn á nýjar brautir. Innleiða nýja hugsun í skólamálum. Öll félagsþjónusta á að miðast við að vernda og gæta og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Finna hagkvæmar leiðir til að nýta einkareksturinn og hræðast ekki breytingar. Hér eru aðeins nokkur dæmi tekin. Með tímasettri verkáætlun geta borgarbúar fylgst með hvernig gengur að vinna eftir slíkri áætlun og minnihlutinn hefur um leið ágætis verkferil til að vinna eftir og halda nýjum meirihluta við efnið. Þannig skapast aðhald og eftirlit með því að við sem lofum að vinna verkin gerum það í raun. Ég mun leggja mig fram um að vinna þau verk, sem borgarbúar fela mér að vinna, af alúð og samviskusemi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar