Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið Svana Helen Björnsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar gjaldeyrishöftunum var komið á haustið 2008 gerðu fæstir ráð fyrir því að þau væru komin til vera. Nú er liðin fimm ár og viðhorf margra er orðið að þau séu bara ágæt; íslenska þjóðin hafi lengst af lifað við höft og þau séu í raun ágætis vörn fyrir efnahagslífið. En er það svo? Það vefst fyrir mörgum að greina skaðann og kostnaðinn af höftunum. Hann er nefndur fórnarkostnaður, þ.e. sá kostnaður eða skaði sem hlýst af því að geta ekki nýtt tækifæri. Töpuð tækifæri til fjárfestinga á Íslandi annars vegar og tapaðir möguleikar Íslendinga til fjárfestinga erlendis hins vegar. Til lengri tíma birtist skaðinn í minni hagvexti, minni verðmætasköpun og minni atvinnusköpun. Tjónið fer vaxandi eftir því sem haftatímabilið lengist. Hluta skaðans er hægt að meta, t.d. óhagræði einstakra fyrirtækja og lífeyrissjóða sem ekki geta dreift áhættu í fjárfestingum sínum. Þetta birtist í lakari afkomu fyrirtækja og kemur fram síðar í minni lífeyri þeirra sem nú bera þjóðfélagið uppi með vinnu sinni. Fjárfestingar á Íslandi hafa verið í sögulegu lágmarki frá hruni. Gjaldeyrishöftin eru ein af meginástæðum þess að almennt traust ríkir ekki á íslensku efnahagslífi sem aftur leiðir til lítilla fjárfestinga. Vegna haftanna vaxa fjárfestingar ekki hér á landi og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu eru hættulega lágar. Að óbreyttu er hætt við að við náum ekki að halda uppi framleiðslustigi hagkerfisins. Hin blákalda staðreynd er sú að gjaldeyrishöft hamla atvinnulífi á Íslandi og halda lífskjörum landsmanna niðri. Þau eru hemill á heilbrigða samkeppni og þeir sem mæla þeim bót njóta af einhverjum ástæðum fákeppninnar. Þótt flestir séu sammála um nauðsyn þess að aflétta þeim eru leiðir til þess vandfundnar. Höftunum verður ekki aflétt nema þjóðarbúinu takist að afla nægs gjaldeyris til að greiða erlendum kröfuhöfum bankanna og þeim aðilum sem þurfa gjaldeyri vegna skulda sinna í erlendri mynt. Ef ekki er til nægur gjaldeyrir hrynur krónan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þess vegna eru jú höftin – til þess að krónan hrynji ekki. Leiðin út úr höftunum er því miður vörðuð blóði, svita og tárum. Afla verður nægs gjaldeyris til þess að standa undir öllum skuldunum ásamt aukinni fjárfestingu, viðskiptajöfnuður við útlönd verður að vera jákvæður um margra ára skeið. Gjaldeyrissparandi aðgerðir verða að lúta þeirri kröfu að draga ekki úr framleiðni þjóðfélagsins því annars leiða þær til enn verri lífskjara. Tækifærin liggja í útflutningsgreinum sem skila mikilli framleiðni samhliða gjaldeyrinum. Slíkar greinar eru gjarnan þær sem eru afrakstur langs rannsóknar- og þróunarstarfs, t.d. vörur sem hafa verið þróaðar úr fiskslógi og virðast geta stóraukið verðmæti sjávarfangs. Núverandi ríkisstjórn hefur kosið að minnka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfs, öfugt við Svíþjóð og Finnland sem gengu í gegnum kreppu í upphafi 9. áratugarins. Þessar þjóðir stórefldu rannsóknir og þróun og uppskáru ríkulega. Einnig hætti ríkisstjórnin viðræðum um aðild að Evrópusambandinu og eyðilagði þar með möguleika okkar til að ganga í efnahags- og myntsamstarf Evrópusambandsins sem hefði aukið stöðugleika krónunnar og auðveldað afnám haftanna. Gjaldeyrishöftin bjaga allt viðskiptaumhverfið. Því miður virðist þjóðin smám saman vera að laga sig að þessum óeðlilegu aðstæðum. Öll fjármálastjórn fyrirtækja, heimila, ríkissjóðs og lífeyrissjóða tekur mið af höftum. Sú staðreynd að við erum enn með höft er líka birtingarmynd þess að engin framtíðarsýn er á fyrirkomulag íslenskra peningamála. Að öllu óbreyttu mun ástandið aðeins versna.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun