Æðislegt að vera komin til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 00:01 María Guðmundsdóttir hefur sýnt mikla þrautseigju með að komast til baka í skíðabrekkuna og uppskar vel í gær. „Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María. Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María.
Íþróttir Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira