Mestar vonir bundnar við Eygló á Jótlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eygló á Íslandsmótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði. fréttablaðið/valli Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“ Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“
Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira