Eru bandamenn íslenskrar verslunar loks í sjónmáli? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum RÚV á þriðjudagskvöld var viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann sagði það vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska verslun að sitja uppi með tvítollun og mjög háan virðisaukaskatt ofan á þá tolla – enda gæti verslunin aldrei orðið samkeppnishæf við þessar aðstæður. Bætti hann við að endurskoðun stæði til á virðisaukaskattskerfinu sem hefði þegar verið kynnt í ríkisstjórn og yrði í framhaldinu sett á fót verkefnisstjórn í að endurskoða stöðuna. Þrátt fyrir miklar annir þessa dagana hljóta allir verslunareigendur á Íslandi að hafa hoppað hæð sína af gleði við þessa frétt. Því ef satt reynist gæti verið í höfn eitt helsta baráttumál íslenskrar verslunar og jafnframt í sjónmáli ein mesta kjarabót fyrir íslensk heimili.Alhæfing Íslenskri verslun er oft legið á hálsi fyrir að vera óhagkvæm og m.a. horft til þess að hér á landi er verslunin rekin í mörgum fermetrum. En í 320.000 manna samfélagi og þegar höfðatölu er beitt verðum við Íslendingar oft „heimsmeistarar“ eða „skúrkar“. Það á hins vegar ekki einungis við þegar höfðatölureglunni er beint að versluninni. Alhæfing um óhagkvæmni er hins vegar verst og illt fyrir verslunina að sitja undir. Það er ekki spurning að sumar verslanir eru reknar í of mörgum fermetrum, en aðrar ekki. Þar sem óhagkvæmni ríkir myndast hins vegar líka tækifæri – fyrir nýja aðila að koma inn með hagkvæmari rekstur og skáka þeim sem fyrir eru. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri verslun – sem betur fer. Í verslun eins og í öðrum atvinnugreinum starfa án efa einstaklingar sem gætu betur varið kröftum sínum í annað. En heilt yfir stendur þessi atvinnugrein sig gríðarlega vel á þeim örmarkaði sem Ísland er. Ef í sjónmáli eru síðan langþráðar breytingar er snúa að ósanngjörnum vörugjöldum, tollum og virðisaukaskatti er framtíð íslenskrar verslunar björt.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar