Eurovision-lag Ólafs F. Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2014 11:00 Lagið kom fullskapað til Ólafs, en Páll Rósinkrans syngur. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, sendi inn í Eurovisionkeppnina mjög fallegt lag. Hann telur ólíklegt að dómnefndin, þeir sem völdu lögin áfram, hafi svo mikið sem hlustað á lagið. „Þetta er mjög fallegt lag. Og það vinnur á við hlustun. Það er svo melódískt og þú getur strax farið að syngja með,“ segir Ólafur F. Magnússon. Hann segir svo frá að lagið hafi komið til hans fullskapað árið 2010, bæði lag og ljóð. Ólafur segist ekki mikið í því að semja tónlist en þegar lagið kom var fallegt veður snemmsumars árið 2010. „Ég var mikið úti í garðinum. Feginn að vera laus úr pólitíkinni, svo mjög að ég orti þetta ljóð til ástkonu minnar; Fjallkonunnar. Ég er einlægur náttúruverndarsinni. Lagið kom bara um leið. Bara hrynjandin í ljóðinu skapaði lagið. Það var ekki samið með hjóðfæri.“ Ólafur segist ekki hafa fengist mikið við tónlist. Hann er ekki lærður tónlistarmaður og segist gutla á gítar. „Ég hef frekar fengist við ritað mál og lítið eitt við ljóð. Ég hef alltaf verið sæmilega ritfær og átt auðvelt með að yrkja. En gef mig engan veginn út fyrir að vera listamaður af neinu tagi.“ Þetta eru engir aukvisar sem Ólafur fékk sér til fulltingis til að fullvinna lagið. Vilhjálmur Guðjónsson annast útsetningu og Páll Rósinkrans syngur. „Páll hefur fallegustu karlmannsrödd á Íslandi og við hæfi að lag um Fjallkonuna sé sungið af fagurri karlmannsröddu.“ Eins og áður sagði sendi Ólafur lagið inn til þátttöku í Eurovisionsöngvakeppnina en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég er viss um að þetta lag hefði náð langt í söngvakeppninni ef það hefði nokkru sinni verið hlustað á það. Ég tel að af þessum 290 lögum, þá hafi þeim fallist hendur og þess vegna fengið nokkra menn útí bæ til að vinna vinnuna sína. Kannski ekki illur hugur á bak við það. Ég held að það séu ansi margir í mínum sporum, vita eiginlega ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, margt sem bendir til að ekkert hafi verið hlusta á stóran hluta innsendra laga því dómnefndin hafi einfaldlega ekki lagt í þá miklu vinnu sem við blasti,“ segir Ólafur sem alltaf fylgist með Eurovision. Hann ætlar ekki að láta vonbrigðin yfir því að lagið færi ekki áfram elta sig. „Alls ekki.“Athugið! Hlusta má á lagið með því að smella á spilarann sem finna má við myndina.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira