Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. janúar 2014 11:28 Myndirnar 12 Years a Slave, Gravity og American Hustle þykja svo gott sem öruggar með tilnefningu. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með. Golden Globes Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða tilkynntar í dag og líkt og vanalega spáir áhugafólk um kvikmyndir í spilin, bæði sín á milli í raunheimum og á þar til gerðum vefsíðum. Kvikmyndirnar Gravity,12 Years a Slave og American Hustle þykja nokkuð öruggar með tilnefningu í flokki bestu myndar, en þær tvær síðarnefndu hlutu hin eftirsóttu Golden Globe-verðlaun á sunnudag. 12 Years a Slave í flokki dramatískra mynda en American Hustle í flokki gamanmynda og söngleikja. Aðrar myndir sem þykja líklegar eru nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, Nebraska eftir Alexander Payne og Captain Phillips eftir Paul Greengrass. Alls eru tilnefndar á bilinu fimm til tíu kvikmyndir í þessum stærsta flokki. Undanfarin tvö ár hafa þær verið níu. Í flokki bestu aðalleikkvenna þykir Cate Blanchett með örugga tilnefningu fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, og segja fróðir að mikið þurfi að ganga á til að hún fari ekki heim með sjálfa styttuna. Það gerði hún í það minnsta á fyrrnefndri Golden Globe-verðlaunaafhendingu. Helstu keppinautar Blanchett eru sagðar þær Sandra Bullock og Judi Dench. Sú fyrrnefnda fyrir geimævintýrið Gravity og sú síðarnefnda fyrir mynd Stephens Frears, Philomena. Aðrar líklegar eru Emma Thompson fyrir Saving Mr. Banks, Amy Adams fyrir American Hustle og Meryl Streep fyrir August: Osage County. Erfiðara er að spá til um karlaflokkinn. Matthew McConaughey vann á Golden Globe fyrir myndina Dallas Buyers Club, en líklegt þykir að breski leikarinn Chiwetel Ejiofer verði tilnefndur fyrir 12 Years a Slave. Aðrir nefndir til sögunnar eru Bruce Dern fyrir Nebraska, Christian Bale fyrir American Hustle, Tom Hanks fyrir Captain Phillips og Leonardo DiCaprio fyrir The Wolf of Wall Street, en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik karla í flokki gamanmynda og söngleikja á Golden Globe-verðlaununum. Tilkynnt verður um tilnefningarnar upp úr klukkan hálf tvö í dag og Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með.
Golden Globes Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira