Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2014 16:39 Hanna Birna og Valgerður tókust á í þinginu nú fyrir stundu, um hið svokallaða lekamál. Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því. Lekamálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu var málshefjandi í sérstökum umræðutíma á Alþingi nú fyrir stundu um stöðu hælisleitenda en sérstaklega var tekið fyrir hið svokallaða lekamál; minnisblað sem komst í hendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um málefni Tony Omos. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og var farið að hitna verulega í umræðunni þegar á hana leið og undir lok hennar.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var greinilega ekki ánægð með hvernig mál þróuðust en í síðustu ræðu sinni var henni orðið heitt í hamsi: „Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja það hér og annars staðar. Og, Valgerður ætti að læra að virða trúnað og vitna ekki í samtöl á nefndarfundum. Mörður [Árnason] hefur umrætt minnisblað undir höndum! Hann upplýsti um það hér áðan. Ég hvet hann til að upplýsa þingheim um hvar hann fékk þetta minnisblað. Það er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu. Hvet hann til að koma með gagnið! Ráðuneytið er búið að gera það sem það getur. Nú er málið í kæruferli. En, áfram halda menn að bera fram ásakanir. Það læðist að manni sá grunur, sama hversu oft það er upplýst, læðist að manni sá grunur að málið snúist um eitthvað allt annað en hag hælisleitenda, heldur pólitík og að komið sé í veg fyrir að sá ráðherra sem hér stendur geti staðið fyrir þeim breytingum sem hann vill.“ Þetta var í kjölfar þess að Valgerður hafði komið í ræðustól öðru sinni og talað um að það sé ekkert svar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur Sjálfstæðisflokki, að nú standi yfir lögreglurannsókn. Einhvers staðar hafi upplýsingar farið úr kerfinu og það sé mjög alvarlegt. Hanna Birna hafi verið að vinna vel í þessum málum en það sé ekki nóg þegar brotalöm af þessu tagi er í kerfinu. Málið fari í það farið að talið sé að spjótum sé beint að starfsmönnum innanríkisráðuneytisins en „hvernig leið hælisleitandanum sem sér þetta minnisblað um sig. Hælisleitendur eru óvarðir og hafa ekki status ráðuneytisstarfsmanns. Hvernig gat þetta gerst?“ Meðal þeirra sem tók þátt í umræðunni var Mörður Árnason Samfylkingu sem sagði að innanríkisráðherra segði sig ekki hafa neitt að fela. En, þá ætti hann ekki að fela neitt. Ekki væri nóg að láta rekstrarfélag stjórnarráðsins rannsaka stjórnarráðsins. Mörður upplýsti þá um að hann hefði minnisblaðið undir höndum og það bæri öll einkenni þess að eiga ætt og uppruna að rekja til ráðuneytisins, sá væri kanselístíllinn á því.
Lekamálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira