Stokkseyrarmálið fyrir héraðsdómi: „Tilviljun ein að hér varð ekki mannsbani af“ Jóhannes Stefánsson skrifar 21. janúar 2014 13:29 Úr dómsal. Vísir/GVA „Hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Það var átakanlegt að hlusta á framburð brotaþola þegar hann sagði frá því hvernig hann var nakinn bundinn við burðarbita, með mél í munninum og með ofskynjanir. Þá voru árásarmennirnir ítrekað búnir að klifa á því að það væri ekkert mál að láta menn hverfa. Þá hafi hann í raun verið búinn að sætta sig við að hann myndi deyja,“ sagði lögmaður annars brotaþola í málflutningsræðu sinni í aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu. Hann segir aðfarir ákærðu í málinu hafa verið slíkar að hending ein sé að hann sé enn á lífi. Vegna tjóns sem brotaþolinn varð fyrir krefst lögmaður hans miskabóta að fjárhæð fimm milljóna króna.„Ásetningurinn var einstaklega einbeittur. Árásarmennirnir voru margir og létu sér ekkert segjast. Miskunnarleysi þeirra var algjört,“ segir lögmaðurinn. Brotaþoli var samkvæmt ákæru og málflutningi réttargæslumannsins barinn á hrottafenginn hátt með bareflum, stunginn með skrúfjárni, bundinn svo hann gæti ekki borið fyrir sig hendi, látinn gleypa hnefafylli af óþekktum lyfjum og sprautaður í rass með óþekktu lyfi. Þá var kveikt í kynfærum hans og bringu og hann pyntaður svo klukkustundum skipti, áður en honum var sleppt. Þá þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna brotinna tanna eftir barsmíðar af hálfu ákærðu. „Það var tilviljun ein sem réði því, að hér varð ekki mannsbani af,“ sagði lögmaðurinn. Stokkseyrarmálið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
„Hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Það var átakanlegt að hlusta á framburð brotaþola þegar hann sagði frá því hvernig hann var nakinn bundinn við burðarbita, með mél í munninum og með ofskynjanir. Þá voru árásarmennirnir ítrekað búnir að klifa á því að það væri ekkert mál að láta menn hverfa. Þá hafi hann í raun verið búinn að sætta sig við að hann myndi deyja,“ sagði lögmaður annars brotaþola í málflutningsræðu sinni í aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu. Hann segir aðfarir ákærðu í málinu hafa verið slíkar að hending ein sé að hann sé enn á lífi. Vegna tjóns sem brotaþolinn varð fyrir krefst lögmaður hans miskabóta að fjárhæð fimm milljóna króna.„Ásetningurinn var einstaklega einbeittur. Árásarmennirnir voru margir og létu sér ekkert segjast. Miskunnarleysi þeirra var algjört,“ segir lögmaðurinn. Brotaþoli var samkvæmt ákæru og málflutningi réttargæslumannsins barinn á hrottafenginn hátt með bareflum, stunginn með skrúfjárni, bundinn svo hann gæti ekki borið fyrir sig hendi, látinn gleypa hnefafylli af óþekktum lyfjum og sprautaður í rass með óþekktu lyfi. Þá var kveikt í kynfærum hans og bringu og hann pyntaður svo klukkustundum skipti, áður en honum var sleppt. Þá þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna brotinna tanna eftir barsmíðar af hálfu ákærðu. „Það var tilviljun ein sem réði því, að hér varð ekki mannsbani af,“ sagði lögmaðurinn.
Stokkseyrarmálið Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira