María Rún á íþróttastyrk til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2014 09:00 María Rún við keppni í langstökki á Vormóti ÍR í fyrra. Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni flutti um miðjan mánuðinn til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar verður hún næstu misserin á fullum skólastyrk við nám, æfingar og keppni í University of Minnesota. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans sáu Maríu Rún fyrst á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sumarið 2012. Síðan hafa þeir fylgst með henni og meðal annars í tvígang sótt Ísland heim í þeim tilgangi að sjá hana á æfingum og í keppni auk þess að ræða um framtíðina við fjölskyldu hennar. María Rún fær sem fyrr segir fullan skólastyrk og annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttaiðkun sína. Megin grein hennar í keppni fyrir skólann verður sjöþraut. María Rún fetar í fótspor fjölmargra íslenskra afreksíþróttamanna í frjálsum íþróttum sem farið hafa vestur um haf og numið við bandaríska háskóla auk þess að æfa og keppa. Hún er þó fyrsti Íslendingurinn sem keppir fyrir hönd frjálsíþróttalið University of Minnesota.María Rún og íslenski fáninn í Minneappolis.Mynd/Gunnlaugur JúlíussonMaría Rún glímir enn við meiðsli sem tóku sig upp á Evrópumóti 20-22 ára í júlí. Við komuna út var hún strax send í myndatöku og nánari skoðun. Hún er nú í meðferð ytra og bundnar vonir við að hún skili árangri. Hún kemur svo heim í vor og stefnir á að geta keppt á mótum hér heima í sumar að því er greint er frá á vefsíðunni Frjálsar.is. María Rún situr í fimmta sæti yfir bestan árangur íslenskra sjöþrautarkvenna. Þær fimm efstu má sjá hér að neðan en María Rún náði 5.321 stigi í Portúgal á síðasta ári.Stigahæstu sjöþrautarkonur Íslandssögunnar 1. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármann 5878 stig (Tékklandi 2009) 2. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 5479 stig (Finnlandi 2013) 3. Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR 5402 stig (Bandaríkin, 2006) 4. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR 5383 stig (Ítalíu 2013) 5. María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármann 5321 stig (Portúgal 2013)Stöllurnar Arna Stefanía Guðmundsdóttir, María Rún og Fjóla Signý Hannesdóttir.Mynd/Gunnlaugur Júlíusson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Sjá meira