Hairston fékk tvo leiki í bann fyrir olnbogaskotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2014 18:54 Hairston ásamt Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar. Vísir/Daníel Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í körfuknattleik verður án Matthew James Hairston í deildarleikjum liðsins gegn Haukum og Grindavík þar sem kappinn er kominn í leikbann. Hairston var sakaður um að hafa gefið Agli Egilssyni, leikmanni Skallagríms, olnbogaskot í viðureign liðanna í Borgarnesi þann 23. janúar. Hairston fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir og ákvað körfuknattleiksdeild Skallagríms að kæra málið til aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. „Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér,“ segir í úrskurði nefndarinar. „Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög.“Hairston baðst afsökunar daginn eftir að brotið átti sér stað. Niðurstaða nefndarinnar er sú að Hairston skuli sæta tveggja leikja banni vegna atviksins. Stjarnan verður því án Bandaríkjamannsins í útileik gegn Haukum næsta mánudag og fjórum dögum síðar á heimavelli gegn Grindavík. Athygli vekur að keimlíkt atvik kom upp í viðureign Vals og Snæfells á dögunum. Þá gaf Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, olnbogaskot en fékk ekki brottrekstrarvillu fyrir. Snæfellingar kærðu málið til aganefndar en Ragna Margrét slapp með skrekkinn. Úrkurðurinn í heild sinni Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að eftirniðurstöðu í kæru Kkd. Skallagríms vegna hegðunar Matthew James Hairston, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna þann 23. janúar s.l. í Domino´s deild karla. "Úrskurður nr. 14/2013-2014. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sendi kæru til aga- og úrskurðarnefndar þann 24. janúar s.l. vegna atviks í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór í Borgarnesi þann 23. janúar 2014. Kæran snýr að því að leikmaður Stjörnunnar, Matthew James Hairston, hafi gefið leikmanni Skallagríms, Agli Egilssyni, olnbogaskot í andlitið, í leiknum, án þess að fá brottrekstrarvillu og er farið fram á að leikmanninum verði dæmd viðurlög vegna brotsins. Nefndin fékk greinargerð frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar vegna málsins auk þess sem kallað var eftir sjónarmiðum dómara leiksins sem bárust nefndinni, en það kom fram af hálfu dómarans að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá verið dæmd brottrekstrarvilla. Nefndin taldi tilefni til að taka málið fyrir, sbr. 3. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál. Nefndin hefur kynnt sér myndband af því atviki sem um ræðir og er niðurstaða nefndarinnar svohljóðandi: Fyrir liggur að dómari leiksins dæmdi óíþróttamannslega villu á leikmann Stjörnunnar fyrir að ýta leikmanni Skallagríms frá sér. Myndskeið frá atvikinu sýnir að leikmaður Stjörnunnar gefur leikmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið, sem sýnir með óyggjandi hætti að mati aganefndar að brot hafi verið framið sem réttlæti agaviðurlög. Með vísan til ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, sbr. j. lið og eftir atvikum c. lið 1. mgr. 13. gr. sömu reglna, skal Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunar, sæta 2 leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 23. janúar 2014. Ingimar Ingason Þórólfur Heiðar Þorsteinsson Ágúst Jóhannsson Sératkvæði: Undirritaðir eru sammála ofangreindri niðurstöðu hvað varðar viðurlög en með þeim rökum að dómari hafi verið þannig staðsettur að hann gat ekki séð mikilvæga þætti brotsins, þ.e. að leikmaður Stjörnunnar gaf varnarmanni Skallagríms olnbogaskot í andlitið þegar dómari dæmdi óíþróttamannslega villu. Árni Helgason Björgvin Halldór Björnsson Kristinn G. Kristinsson" Dómurinn tekur gildi fimmtudaginn n.k.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21 Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05 Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Hairston bestur og Magnús Þór þristakóngur Matthew James Hairston, leikmaður Stjörnunnar, fór fyrir liði Icelandair sem vann sigur á liði Domino's í Stjörnuleik KKÍ í dag. 25. janúar 2014 17:21
Hairston baðst afsökunar Matthew "Junior“ Hairston, leikmaður Stjörnunnar, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna þess sem gerðist í leik liðsins gegn Skallagrími í gær. 24. janúar 2014 17:05
Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. 24. janúar 2014 10:24