Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2014 14:33 Menntaskólinn á Ísafirði. Vísir/Pjetur Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. Stjórn MORFÍS hefur borist kvörtun vegna framkomu liðs Menntaskólans á Ísafirði gagnvart Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur í keppnisliði Menntaskólans á Akureyri. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan,“ segir í bréfinu.Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn MORFÍS kvörtunina. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta. Í bréfi sínu rekur Alma samskipti Eyrúnar við liðsmenn MÍ, en það féll í hennar skaut að vera í samskiptum við liðið vegna keppninnar. Liðsmenn MÍ notuðust við tilbúinn aðgang að Facebook í samskiptum við Eyrún í svokölluðum samningaviðræðum sem snúa að því að skipuleggja viðureignir. Þegar Eyrún spurði liðsmenn MÍ: „Jæja, hver er staðan á ykkur?“ Fær hún svarið: „grjóthörð og beint upp í loft, nei djók ;)“ Seinna, þegar rætt var um drátt um umræðuefni svara liðsmenn MÍ: „Ég væri samt alveg til í drátt ;)" Í kjölfarið fékk Eyrún boð um að líka við Facebook síðuna Sex positions og myndir af liðsstjóra MÍ í ekki neinum fötum. Alma hafði samband við aðstoðarskólameistara MÍ sem tók þá á málinu. Þjálfari liðs MÍ hringdi í Eyrúnu og baðst afsökunar og tók hún það til greina. „Mér fannst ég finna fyrir því alla vikuna að ég væri „bara stelpa". Þegar þeir töluðu við mig, hvort sem það var í síma eða í tölvu, notuðu þeir alltaf orð sem minntu mig á að ég væri jú „bara stelpa“,“ sagði Eyrún. Í keppni liðanna héldu liðsmenn MÍ áfram. „Ég kláraði hana kannski ekki, en ég eistnaflugaði hana allavega". „Þar sem ég tróð mér inn í hana og dó þar,“ sagði liðsstjóri MÍ í keppninni. Eyrún er frá Neskaupsstað, þar sem hátiðin Eistnaflug er haldin. Um upplifun sína af keppninni segir Eyrún í bréfinu: „Svo þegar liðsstjóri MÍ flutti ræðuna sína var mér allri aflokið, ég gjörsamlega missti andlitið og ég held að ég hafi sjaldan verið jafn reið, en það var nú líklega markmiðið, að setja mig úr jafnvægi. Ég vissi það ekki fyrr en eftir keppnina en vinkona mín var svo reið að hún fór að gráta úti í sal þegar liðsstjórinn var uppi í pontu. Í hvert einasta skipti sem þeir skutu þessu inn í umræðuna leið mér illa, mér fannst ég mjög svívirt og verst var hvað krökkunum í MÍ fannst þetta ógeðslega fyndið. Mér var bókstaflega óglatt þegar liðsstjórinn lýsti því hvernig hann átti að hafa farið með mig á Eistnaflugi, en aðra eins lýsingu hef ég aldrei heyrt, þess ber að geta að ég hef aldrei hitt þennan dreng áður. Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“ Alma vill að liðsmenn ræðuliðs MÍ biðji Eyrúnu skriflega afsökunar á framferði sínu.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira