Óvíst hvort Stefán Logi áfrýi Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2014 13:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga segir óvíst hvort dóminum verði áfrýjað. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum. Stokkseyrarmálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira