Á annan tug þúsunda mótmæla viðræðuslitum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2014 13:04 Jón Steindór Valdimarsson. Hátt í 20 þúsund manns hafa skrifað undir áskoranir um að ríkisstjórnin hætti við að draga aðildarumsókn að ESB til baka. Mótmælafundur á Austurvelli klukkan þrjú VÍSIR/STEFÁN Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma. ESB-málið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á Austurvölll við upphaf þingfundar í dag til að mótmæla fyrirhuguðum slitum á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Þingsályktunartillögur eru ekki bornar upp við forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar. Skömmu fyrir hádegi höfðu um þrjú þúsund og fimm hundruð manns staðfest á Facebook að þeir ætluðu að mæta á Austurvöll við upphaf þingfunda í dag klukkan þrjú, rúmlega 13 þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til Alþingis á undirskriftarsíðu sem stofnað var til í síðustu viku um að Alþingi dragi umsóknina ekki til baka og rúmlega átta þúsund undir sams konar áskorun sem Já Ísland hóf í gærkvöldi.Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland segir erfitt að setja sér markmið um fjölda undirskrifta. „Auðvitað sem allra, allra flestir og miðað við þessar undirtektir held ég að við getum verið bjartsýn. Vonandi nógu margir til að þingmennirnir okkar hlusti á okkur,“ segir Jón Steindór. Vandað hafi verið til textans í áskoruninni þannig að menn gætu skrifað undir hana hvort sem þeir vilja ganga í Evrópusambandið eða ekki. „Þetta er tækifæri fyrir lýðræðissinna í landinu að láta til sín taka og segja þingheimi að menn vilji lýðræði í þessu máli,“ segir formaður Já Ísland.Nú er önnur undirskriftarsöfnun í gangi, veldur það ekki ruglingi? „Jú, það má alveg segja það. Það var frábært framtak og er og það má í sjálfu sér skrifa undir þær báðar eða aðra hvora,“ segir Jón Steindór. Hægt verði að sannreyna undirskriftir Já Íslands með því að bera þær saman við þjóðskrá. Hann vonist til að þingmenn stjórnarflokkanna leggi við eyrun og hætti við að draga umsókn Íslands til baka. Kannanir hafa sýnt að meirihluti landsmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið, þótt sá meirihluti hafi minnkað samkvæmt síðustu könnunum og að um 70 prósent landsmanan vilja klára viðræðurnar og leggja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna stjórnarflokkanna er hins vegar skýr.Hvað getur ríkisstjórnin gert annað en draga umsóknina að ESB til baka? „Ef hún er komin í berhögg við þjóðarviljan þá á hún einn annan kost góðan sem er hreinlega að segja af sér og fela öðrum að framfylgja því sem þjóðin vill,“ segir Jón Steindór. Þingsályktunartillögur sem samþykktar eru á Alþingi fara ekki til forseta Íslands til staðfestingar eða synjunar eins og lög frá Alþingi og því kemur ekki til kasta forsetans með sama hætti og þegar lög um Icesave voru samþykkt á sínum tíma.
ESB-málið Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira