Brotthlaup einstaka manna fremur en klofningur Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. febrúar 2014 17:01 Birgir segir margt sameina Sjálfstæðismenn. Vísir/Stefán Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest. ESB-málið Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, óttast ekki að komi fram klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarflokkanna að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. „Það hefur komið upp á undanförnum árum að einhverjir hafi sagt sig úr flokknum vegna Evrópumála og auðvitað kann eitthvað slíkt að gerast nú. En ég túlka það frekar sem brotthlaup einstaka manna. Ég held að fylgjendur Evrópusambandsaðildar innan Sjálfstæðisflokksins séu ekki einsleitur hópur. Þetta er afar margt annað sem sameinar fólk innan Sjálfstæðisflokksins, “ segir Birgir. Hann segir alltaf hafa verið vitað að ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka yrði umdeild. „Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli og ætti ekki að koma neinum á óvart. Mér finnst ýmis ummæli sem ég hef heyrt vera úr öllu hófi, miðað við forsögu málsins.“Ummæli hverra? „Ummæli einstaka gagnrýnenda þessarar ákvörðunar. Það hefur auðvitað legið fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur sem er ekki fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. Það er mat þingflokksins á þessum tímapunkti, að rétt sé að ljúka viðræðuferlinu með formlegum hætti og ég ítreka það að ákvörðunin var tekin af vel ígrunduðu máli.“En hvað með skýrslu Hagfræðistofnunar? Hefði ekki átt að fara fram lengri umræða um hana áður en aðildarumsóknin var dregin tilbaka? „Tillagan um að draga aðildarumsóknina til baka á eftir að fara í gegnum þinglega meðferð. Menn munu fá tækifæri til þess að tjá sig um skýrsluna og mál tengd Evrópusambandsaðildinni í þeim umræðum.“Skipti skýrsla Hagfræðistofnunar ekki máli í afstöðu þinglfokkanna? „Skýrslan færir fram ný sjónarmið og upplýsingar. Og ákvörðunin um að draga aðildarumsóknina til baka var ekki tekin endanlega fyrr en í gær. En auðvitað hafa menn rætt þessi mál lengi. Skýrslan kann að hafa haft áhrif á afstöðu einhverra.“En eftir að aðildarumsóknin er dregin til baka, hvert stefnir ríkisstjórnin þá í alþjóðasamskiptum? „Auðvitað hugsum sem svo að heimurinn er stærri en Evrópa. En stefna ríkisstjórnarinnar er að eiga sem best samskipti við önnur Evrópuríki í gegnum EES samninginn.“Verður EES-samningurinn tekinn upp og endurskoðaður að ykkar frumkvæði? Menn þurfa stöðugt að vega og meta hvernig EES samningurinn nýtist okkur. Mín skoðun er sú að hann hefur nýst okkur vel en það eru gallar á honum. Gallarnir birtast meðal annars í þeirri þróun sem á sér stað innan ESB nú eru fleiri málaflokkar sem eru tengdir EES-samningnum. Málaflokkunum fer sífellt fjölgandi. Það hefur leitt til þess að það hefur orðið núningur milli EES-samningsins og stjórnarskrárinnar. Í mörgum tilvikum finnst mér það regluverk sem tilheyrir EES gangi of langt í samband við skriffinsku, eftirlit og kostnað fyrir atvinnulíf og einstaklinga. Við reynum að leita leiða til þess að láta gallana ekki spilla fyrir og láta kostina vega sem mest.
ESB-málið Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira