Skógar vaxa álíka vel á Íslandi og á skógarhöggssvæðum Skandinavíu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2014 12:45 „Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Við erum ekkert alveg á hjara veraldar hér á Íslandi. Við erum vel innan þess svæðis þar sem skógur vex ágætlega,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum. „Þetta eru ekki bara innsveitir á Austurlandi og Norðurlandi. Þetta er stór hluti af byggðu bóli á Íslandi þar sem er hægt að rækta skóg, miklu stærri en við héldum áður. Meira að segja á Vestfjörðum,“ segir Þröstur. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2, sem nú má sjá í heild sinni á Vísi. Þar var rætt við forystufólk í skógrækt á Fljótsdalshéraði um vaxandi skógarauðlind á Íslandi og tækifæri sem hún gefur til atvinnusköpunar. Dæmi voru sýnd frá Hallormsstað þar sem kominn er vísir að timburiðnaði og trjábolir meðal annars sagaðir niður í borðvið. Að mati Þrastar gefur skógariðnaður færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins. „Kannski hefur vaxtarhraðinn komið okkur dálítið á óvart. Hann er bara mjög góður, jafn góður og á sömu breiddargráðu og í Skandinavíu. Það gladdi okkur allavega mjög að sjá það,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað. „Við erum búnir að stunda viðarvaxtarmælingar í áratugi og það er nú niðurstaðan.“Edda og Hlynur í Miðhúsum við Egilsstaði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum við Egilsstaði urðu fyrstir bænda til að gera samning um að verða skógarbændur fyrir aldarfjórðungi. „Það kemur mér mest á óvart hvað skógarnir eru orðnir rosalega stórir,“ segir Edda og segist sjá það vel úr lofti þegar hún fljúgi yfir Fljótsdalshérað. „Svo kemur mér líka á óvart hvað lauftré, eins og eikur og hlynir og svoleiðis tré, vaxa mikið og vaxa vel.“ Ekki er langt síðan menn gerðu nánast grín að íslenskum skógum og skógrækt en þau viðhorf hafa verið að breytast. Menn hafa sannfærst um að alvöruskógar geta vaxið á Íslandi.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Einu sinni var Reykjavík til dæmis utan marka skógræktar, þar var ekki talið að unnt væri að rækta skóg. En nú dylst engum, í Heiðmörk, Öskjuhlíð og víða á höfuðborgarsvæðinu, er bara að vaxa upp timburskógur,“ segir Þröstur Eysteinsson. „Það er reyndar búið að vera vitað í nokkuð mörg ár að margar trjátegundir vaxa hér álíka vel og á sömu breiddargráðum í Skandinavíu þar sem skógariðnaður er aðalatvinnuvegurinn. Þetta á við um sitkagreni, rússalerki, stafafuru, alaskaösp, - við höfum nokkrar tegundir til að velja úr sem vaxa hér bara alveg ágætlega. Og það er grunnurinn að því að rækta þær í nægilega stórum stíl til þess að hér geti orðið skógariðnaður, - ef við viljum,“ segir Þröstur.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00 Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. 4. febrúar 2014 17:00
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07