Bera lítið traust til Bjarna og Sigmundar Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. mars 2014 20:41 Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014 Mín skoðun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar ber lítið traust til forystumanna ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur hríðfallið og er í sögulegu lágmarki. Greint var frá könnun á trausti almennings til forystumanna ríkisstjórnarinnar í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 í dag. Kannað var traust til formanna stjórnarflokkanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í könnunni kemur í ljós að 61% ber lítið traust til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. 22% bera hins vegar mikið traust til fjármálaráðherra. Konur virðast bera minna traust til Bjarna en karlar því 65% aðspurðra kvenna sögðust bera lítið traust til fjármálaráðherra.Traust Sigmundar tekur dýfu 59% segjast bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. 21% segist hins vegar bera mikið traust til forsætisráðherra. Líkt og hjá Bjarna virðast konur síður treysta Sigmundi. Traust til Sigmundar tekur snapra dýfu. Ef skoðuð er könnun MMR frá því í júní síðastliðnum þá sögðust tæp 28% aðspurðra bera lítið traust til Sigmundar sem þá hafði nýtekið við sem forsætisráherra. Traust til Bjarna fellur einnig talsvert frá því í sumar.Pólitískt sjálfsmark Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði segir að ríkisstjórnin hafi skorað pólitískt sjálfsmark með útspili sínu í Evrópumálum. „Við vitum, í ljósi umræðna síðustu daga og það sem við getum kallað sjálfsmark ríkisstjórnarinnar hvað varðar framlagningu á þingsályktunartillögunnar um að slíta viðræðum við ESB, að fylgi stjórnarflokkanna er heldur að síga og þ.a.l. einnig hjá forystumönnum sem taldir eru hafa svikið kosningaloforð,“ segir Stefanía.Íslendingar styðja þjóðaratkvæðagreiðslur Stefanía telur að traust til Sigmundar Davíðs hafi aukist töluvert eftir baráttu hans í Icesave-málinu. Vantraust almennings nú sé vegna svikinna loforða. „Það er mjög mikill stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslur hjá Íslendingum um þessar mundir. Þegar forystumenn hafa gefið út yfirlýsingar um þeir vilji að eitthvað verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu en draga svo tilbaka, þá verða viðbrögðin mjög hörð.“Hversu mikið traust berð þú til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra? Mjög mikið - 7,6% Frekar mikið - 13,7% Hlutlaus - 19,3% Frekar lítið - 18,9% Mjög lítið - 40,6%Hversu mikið traust berð þú til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra? Mjög mikið - 4,3% Frekar mikið - 15,3% Hlutlaus - 15,6% Frekar lítið - 24,7% Mjög lítið - 40,1%Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 26. og 27. febrúar 2014
Mín skoðun Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira