Sérfræðingar telja eld hafa komið upp í týndu farþegaþotunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. mars 2014 16:38 Frá minningarathöfn í Pakistan. vísir/ap Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Uppi eru ýmsar kenningar um hvarf Boeing-vélar Malaysia Airlines sem ekkert hefur spurst til síðan 8. mars þegar hún hvarf af ratsjá á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. 239 voru um borð og eru yfirvöld í Malasíu nánast ráðþrota. Sérfræðingur segir í samtali við fréttastofu Sky að hugsanlegt sé að eldur hafi komið upp í farþegarými vélarinnar og slökkt hafi verið á samskiptabúnaði til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins í vélinni. Í kjölfarið hafi flugmennirnir tveir tekið stefnu til vesturs í átt að næsta flugvelli sem hægt væri að lenda á, en reykurinn hafi á endanum yfirbugað þá. Þá er talinn möguleiki á að vélin hafi flogið áfram á sjálfsstýringu þrátt fyrir að áhöfnin væri mögulega meðvitundarlaus, og þá annað hvort hrapað í hafið vegna eldsneytisleysis eða vegna þess að eldurinn hafi orðið of mikill. Í frétt Sky segir að reynist kenningin rétt séu flugmennirnir hetjur en ekki skúrkar, en grunur hefur leikið á að annar hvor þeirra eða báðir hafi vísvitandi verið valdir að hvarfinu. Þá hefur kanadískur flugmaður að nafni Chris Goodfellow sett fram svipaða kenningu, en hann heldur því fram að eldur hafi komið upp, mögulega í lendingarbúnaði vélarinnar, sem eyðilagt hafi sendi- og samskiptabúnað hennar. Flugstjórinn hafi tekið stefnuna á Langkawi-flugvöll, sem liggur vestur af meginlandi Malasíu, en ekki náð þangað í tæka tíð. Einnig eru uppi kenningar um það hvers vegna vélinni var flogið í 45 þúsund feta hæð. Það gæti hafa verið örvæntingarfull tilraun flugmannanna til þess að slökkva eldinn, en í svo mikilli hæð er súrefnið minna. Þá hafi flugmennirnir jafnvel reynt að ráða niðurlögum eldsins með því að taka snarpa dýfu aftur niður í eðlilega flughæð eða neðar.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13 Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00 25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00 Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33 Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28 Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15 Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Vísbendingar um að vélin hafi snúið við Nú er leitað á Indlandshafi að týndri farþegavél Malaysia Airlines. 14. mars 2014 13:13
Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Þegar flug MH370 hjá Malaysia Airlines hvarf af ratsjá í góðu veðri síðastliðið laugardagskvöld gat enginn útskýrt hvernig þessi Boeing 777-farþegaflugvél gat horfið að því er virtist upp úr þurru. Síðan þá hafa misvísandi upplýsingar og alls kyns kenningar verið í gangi um hvarfið án þess að nein sönnunargögn hafi komið fram. Hvað sem því líður þá er þessi þota með 239 manneskjur um borð enn ófundin 15. mars 2014 07:00
25 lönd taka nú þátt í leit að flugvélinni Lögregla lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar. 16. mars 2014 21:00
Tilkynntu ekki um flugvél á ratsjá taílenska hersins Malasísk yfirvöld fengu ekki upplýsingar um atvikið vegna þess að ekki var beðið sérstaklega um það. 18. mars 2014 14:33
Uppþot á blaðamannafundi vegna týndu flugvélarinnar Kona á miðjum aldri flutt á brott með valdi. 19. mars 2014 10:28
Óttast að 239 séu látnir Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk. 8. mars 2014 21:15
Farþegavél hvarf af ratsjá Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð. 8. mars 2014 13:44