Rolling Stones fresta sjö tónleikum 18. mars 2014 22:30 Mick Jagger og félagar hans í Rolling Stones koma ekki fram á tónleikum strax Vísir/Getty Hljómsveitin Rolling Stones hefur frestað sjö tónleikum sem fyrirhugaðir voru í Ástralíu og á Nýja Sjálandi á tímabilinu 19.mars til 5. apríl. Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma vegna andláts kærustu Mick Jaggers, L'Wren Scott sem tók sitt eigið líf í gær. Þá segir einnig í tilkynningunni að sveitin þakki aðdáendum sínum kærlega fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur og voni að aðdáendur hennar skilji ástæðu frestunarinnar. Þeir aðilar sem eiga miða á tónleika sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því sveitin hyggst tilkynna nýjar tónleikadagsetningar á næstunni. Söngvari sveitarinnar Mick Jagger er eins og gefur að skilja í losti og harmi sleginn yfir andláti kærustu sinnar og tjáði sig einnig um að hann sé hrærður yfir þeim stuðningi sem hann hefur fengið í kjölfar þessara sorgartíðinda. Eftirfarandi tónleikar í Ástralíu og á Nýja Sjálandi frestast um óákveðinn tíma:3/19 Perth, AU @ Perth Arena3/22 Adelaide, AU @ Adelaide Oval3/25 Sydney, AU @ Allphones Arena3/28 Melbourne, AU @ Rod Laver Arena3/30 Macedon, AU @ Hanging Rock4/02 Brisbane, AU @ Entertainment Centre4/05 Auckland, NZ @ Mt. Smart Stadium Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Rolling Stones hefur frestað sjö tónleikum sem fyrirhugaðir voru í Ástralíu og á Nýja Sjálandi á tímabilinu 19.mars til 5. apríl. Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma vegna andláts kærustu Mick Jaggers, L'Wren Scott sem tók sitt eigið líf í gær. Þá segir einnig í tilkynningunni að sveitin þakki aðdáendum sínum kærlega fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur og voni að aðdáendur hennar skilji ástæðu frestunarinnar. Þeir aðilar sem eiga miða á tónleika sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því sveitin hyggst tilkynna nýjar tónleikadagsetningar á næstunni. Söngvari sveitarinnar Mick Jagger er eins og gefur að skilja í losti og harmi sleginn yfir andláti kærustu sinnar og tjáði sig einnig um að hann sé hrærður yfir þeim stuðningi sem hann hefur fengið í kjölfar þessara sorgartíðinda. Eftirfarandi tónleikar í Ástralíu og á Nýja Sjálandi frestast um óákveðinn tíma:3/19 Perth, AU @ Perth Arena3/22 Adelaide, AU @ Adelaide Oval3/25 Sydney, AU @ Allphones Arena3/28 Melbourne, AU @ Rod Laver Arena3/30 Macedon, AU @ Hanging Rock4/02 Brisbane, AU @ Entertainment Centre4/05 Auckland, NZ @ Mt. Smart Stadium
Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira