Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. mars 2014 20:00 Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara var opnuð í Framheimilinu í dag. Þá fór verkfallsnefnd kennara í nokkra skóla til að ganga úr skugga um að ekki væru framin verkfallsbrot. Álitamál sem komið hafa upp tengjast aðallega kennslu á netinu. „Í námsnetinu geta menn verið að setja inn efni sem er í raun áframhaldandi kennsla. Við ætlumst ekki til að það sé gert því þá eru menn að stunda raunverulega kennslu áfram,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, formaður verkfallsnefndar. Á fimmta hundrað kennara mætti í verkfallsmiðstöðina í dag. „Ég finn mikla samstöðu meðal kennara og ég skil núna þegar ég verð vitni að þessum samtakamætti hvernig hægt hefur verið að halda úti starfi í skólanum á undanförnum árum. Ég finn þann aflvaka sem býr í kennarastéttinni,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar og kennari í MH. „Við gefumst aldrei upp, það er ekki í boði,“ bætir Halldóra Sigurðardóttir, kennari í MH, við. Samninganefndinni leist ekki á síðasta tilboð ríkisins, hvernig líst ykkur á framhaldið? „Ég er frekar svartsýn, ekki síst eftir að heyra í menntamálaráðherra í útvarpinu í morgun,“ segir Halldóra. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vilja stytta nám í framhaldsskólum. „Notum þennan möguleika til að koma til móts við kröfur kennara, annars er það ekki hægt,“ sagði hann. „Við erum að tala um að nútímavæða íslenska skólakerfið.“ „Við áttum okkur ekki alveg á afstöðu hans og hann talar öðruvísi við fjölmiðla en hann talar við forsvarsmenn kennara,“ segir Guðjón og Halldóra tekur undir. „Ég hef borið von í brjósti þangað til í dag að það væri virkilega eitthvað að gerast við samningaborðið en svo kemur þetta eins og blaut tuska og mér finnst Illugi skulda þjóðinni miklar og stórar skýringar á ummælum sínum. Hvað vill hann eiginlega?“ „Þetta eru innantómar klisjur sem segja okkur ekki neitt,“ bætir Guðjón að lokum við. Menntamálaráðherra veitti ekki viðtöl í dag. Stuttu fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 var enn fundað hjá ríkissáttasemjara en fulltrúi kennara sagði enga lausn í sjónmáli.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 "Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53 Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13 Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Framhaldsskólakennurum hugnast alls ekki tilboð ríkisins sem lagt var fram í kjaradeilu þeirra í gærkvöldi og búast ekki við að samið verði í bráð. Verkfall skall á í morgun en sálfræðingur segir mikilvægt að nemendur haldi rútínu sinni eftir fremsta megni. 17. mars 2014 18:53
Skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga Landssamtökin Þroskahjálp skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. 18. mars 2014 13:13
Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. 18. mars 2014 10:08