"Okkur líst mjög illa á tilboð ríkisins" Hrund Þórsdóttir skrifar 17. mars 2014 18:53 Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“ Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Í framhaldsskólunum var tómlegt um að litast í dag nema í Verslunarskóla Íslands, en aðeins í honum fer nú full kennsla fram.Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir verkfallið geta haft víðtæk áhrif og að það bitni verst á nemendum sem standi þegar höllum fæti, vegna slæmrar mætingar eða námsörðugleika. „Og ef þú til dæmis hættir að vera í þinni daglegu virkni þá getur þú einangrað þig og farið að kvíða því að halda áfram þegar rútínan skellur aftur á,“ segir Hrund. Hún segir breytingar eins og þessar geta ýtt undir tilfinningavanda á borð við þunglyndi og kvíða. Mikilvægt sé að nemendur beri áfram einhverja ábyrgð og gott sé að hreyfa sig. Hún mælir með að foreldrar og forráðamenn hugi að börnum sínum. „Ég átta mig á að fólk er kannski ekki að vakna klukkan sjö á morgnana en það er gott að halda einhverri rútínu; vakna fyrir hádegi, læra og „halda sönsum“.“ Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag og þegar fréttastofa leit þar við klukkan sex, bjuggust samningsaðilar við að funda fram á kvöld. Ríkið lagði fram tilboð í gærkvöldi sem felur í sér hækkanir umfram þau 2,8% sem samið var um á almennum markaði. Hvernig líst ykkur á tilboð ríkisins? „Okkur líst mjög illa á það. Þetta eru ekki þær tölur sem við viljum ræða,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Hefur eitthvað nýtt verið lagt fram í dag? „Nei, ekki af hálfu ríkisins.“ Svo það er ekki ástæða til bjartsýni eins og er? „Nei, tölurnar hafa ekkert breyst frá því í gærkvöldi,“ segir Aðalheiður.Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, kveðst ekkert geta sagt til framhaldið. „Við þurfum fyrst að fá að vita nákvæmlega hvað þeim finnst helst að þessu og þá kemur í ljós hvort við getum brugðist við því,“ segir Gunnar. Getið þið teygt ykkur lengra? „Það er eiginlega ekki hægt að svara því fyrr en við sjáum hvað þau setja aðallega út á.“ Telur þú ástæðu til bjartsýni á þessum tímapunkti? „Ég er alltaf bjartsýn.“
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10 Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33 Samningafundi frestað Fundað verður að nýju klukkan 10 í fyrramálið. 17. mars 2014 18:48 Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma "Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. “ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólanemenda. 17. mars 2014 10:10
Framhaldsskólakennarar standa saman Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. 17. mars 2014 16:33
Segir slæmt að kennarar þurfi enn einu sinni að beita verkfallsvopninu Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að verkfall framhaldsskólakennara hefjist á miðnætti. 16. mars 2014 22:24
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?